Leynisamningar Landsvirkjunar Jón Steinsson skrifar 16. október 2009 06:00 Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun