Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 11,11 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Níu viðskipti upp á 55 milljónir króna standa á bak við viðskiptin.
Á sama tíma hefur gengi bréfa Bakkavarar hækkað um 1,79 prósent í einum viðskiptum upp á rúmar 45 þúsund krónur.
Tólf viðskipti upp á 55,4 milljónir króna eru á bak við hlutabréfaveltu dagsins.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 1,53 prósent og stendur hún í 263 stigum.