Benedikt: Pressan er á Grindavík núna 6. apríl 2009 15:12 "Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
"Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira