Stjarnan vann 6-1 stórsigur á KR í Lengjubikar kvenna í kvöld. Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Garðabæjarliðið. KR-liðið hefur misst marga leikmenn frá því í fyrra á meðan að Stjörnuliðið hefur styrkt sig mikið.
Stjarnan var 3-0 yfir í hálfleik og komst í 4-0 áður en Katrín Ásbjörnsdóttir náði að minnka muninn fyrir KR.
Björk Gunnarsdóttir skoraði eins og áður sagði þrennu í leiknum fyrir Stjörnuna en hin mörkin skoruðu þær Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir og Katrín Klara Emilsdóttir.
Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrum fyrirliði KR, var að leika sinn fyrsta leik á móti KR síðan að hún skipti yfir í Stjörnuna. Hún náði ekki að skora á móti sínum gömlu félögum en fagnaði glæsilegum sigri.