Ekki drepa málum á dreif Jón Sigurðsson skrifar 23. október 2009 06:00 Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði. Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi skýringa. Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bankanna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana, en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og sjálfri verknaðarábyrgðinni. Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í viðskiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endurskoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, regluumhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna. Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir og mistök á þessum tíma. Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármálakerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður, sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október. Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja. Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartilraunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfsmönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun