Skáld á villigötum? Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2009 00:01 Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lykilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykilstöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrunið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óafturkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármálastofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lykilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykilstöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrunið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óafturkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármálastofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun