Íslandsmótið í badminton: Tinna þrefaldur meistari Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:53 Tinna er þrefaldur Íslandsmeistari í badminton. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19. Innlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19.
Innlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira