Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum hefur nú til skoðunar mál þriggja öryggisvarða sem hjálpuðu ekki 15 ára gamalli stúlku þegar hópur ungmenna réðist á hana inni í strætóstöð fyrir skömmu.
Á upptökum úr öryggismyndavélum sést árásin vel en meðal annars var sparkað nokkrum sinnum í höfuð stúlkunnar þar sem hún lá hjálparvana á gólfinu. Á meðan stóðu öryggisverðir og aðhöfðust ekkert fyrir utan að óska eftir hjálp í gegnum talstöðvar.
Fjögur ungmenni hafa játað aðild sína að málinu og rannsakar lögreglan nú hlut öryggisvarðanna. Stúlkan hefur verið útskrifuð af spítala.
Öryggisverðir björguðu ekki 15 ára stúlku
