Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna 19. maí 2010 05:00 Lönd og lóðir Sumar lóðir og lönd borgarinnar stendur aldrei til að selja og þær á því ekki að færa til eignar miðað við ímyndað markaðsvirði, segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri sambands sveitarfélaga. Hann segir að ný reikningsskilaregla dragi úr trausti á reikningsskilanefnd sveitarfélaga.fréttablaðið/stefán Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. [email protected] Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. [email protected]
Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira