Nektardansarar komnir í bikiní 1. júlí 2010 18:48 Eigandi nektarstaðarins Goldfinger þurfti að biðja dansarana sína um að fara í bikiní á miðnætti í gær, en þá tók bann við nektardansi á skemmtistöðum gildi. Hann segist líta til biblíusagna, þar sem Adam huldi nekt sína með einu laufblaði. Alþingi samþykkti bannið með lagabreytingu í mars síðastliðnum. Þá voru undanþáguákvæði laga um veitingastaði afnumið, svo eftir stendur að veitingastöðum er óheimilt að bjóða upp á nektarsýningar. En þá vaknar spurningin; hvað er nekt? Ásgeir, sem er eigandi fyrrum nektarstaðarins Goldfinger, er með svar við því. „Í Biblíunni stendur að Adam hafi hulið nekt sína með einu laufblaði. Kannski er þar komin skilgreiningin á nekt. Ég held samt að nekt sé svo lengi sem maður afskræmir ekki, til dæmis ef maður væri með dverga, nei, ætli nekt sé ekki bara að sýna ekki sköpin á konunum." Ásgeir segist ætlast til þess að konurnar hylji sköp sín í framtíðinni. „Ég vona að það reki það orð af stöðum sem bjóða upp á svona, að þarna fari fram glæpastarfsemi." Og kannski eiga orð Hannesar Hafsteins ágætlega við, en hann orti: „Fegurð hrífur hugann meir ef hjúpuð er. Svo andann gruni ennþá fleir en augað sér." Ásgeir hlær og segir að svo geti vel verið. Það sem maður ekki sér sé oft meir æsandi en það sem beri fyrir augu. Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Eigandi nektarstaðarins Goldfinger þurfti að biðja dansarana sína um að fara í bikiní á miðnætti í gær, en þá tók bann við nektardansi á skemmtistöðum gildi. Hann segist líta til biblíusagna, þar sem Adam huldi nekt sína með einu laufblaði. Alþingi samþykkti bannið með lagabreytingu í mars síðastliðnum. Þá voru undanþáguákvæði laga um veitingastaði afnumið, svo eftir stendur að veitingastöðum er óheimilt að bjóða upp á nektarsýningar. En þá vaknar spurningin; hvað er nekt? Ásgeir, sem er eigandi fyrrum nektarstaðarins Goldfinger, er með svar við því. „Í Biblíunni stendur að Adam hafi hulið nekt sína með einu laufblaði. Kannski er þar komin skilgreiningin á nekt. Ég held samt að nekt sé svo lengi sem maður afskræmir ekki, til dæmis ef maður væri með dverga, nei, ætli nekt sé ekki bara að sýna ekki sköpin á konunum." Ásgeir segist ætlast til þess að konurnar hylji sköp sín í framtíðinni. „Ég vona að það reki það orð af stöðum sem bjóða upp á svona, að þarna fari fram glæpastarfsemi." Og kannski eiga orð Hannesar Hafsteins ágætlega við, en hann orti: „Fegurð hrífur hugann meir ef hjúpuð er. Svo andann gruni ennþá fleir en augað sér." Ásgeir hlær og segir að svo geti vel verið. Það sem maður ekki sér sé oft meir æsandi en það sem beri fyrir augu.
Innlent Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira