Ekki talið að Guðbjarni sé farinn úr landi 2. mars 2010 12:01 Guðbjarni Traustason. Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. Guðbjarni sem afplánar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða átti að koma úr dagsleyfi á laugardagskvöld en skilað sér ekki og í kjölfarið var lýst eftir honum í fjölmiðlum. Í upphafi var það lögreglan á Selfossi sem fór með málið, sem nú er komið yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestar vísbendinganna benda til þess að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu í felum. Lögregla telur nokkuð ljóst að Guðbjarni sé ekki farinn úr landi en óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi. Þá var því haldið fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins að Guðbjarni væri farinn til Alicante á Spáni. Heimildarmaður heimasíðunnar sagðist hafa séð Guðbjarna á kaffihúsi þar sem hann hafi rætt um för sína til Spánar. Þó lögregla telji ekki líklegt að Guðbjarni sé farinn úr landi þá hefur hann áður sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér. Guðbjarni sigldi nefnilega skútu frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar í september árið 2007. Einnig bárust fréttir af því ekki alls fyrir löngu að Guðbjarni væri í flugnámi á Litla Hrauni. Hvort þessi reynsla nýtist honum á flóttanum, skal þó ósagt. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18 Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. Guðbjarni sem afplánar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða átti að koma úr dagsleyfi á laugardagskvöld en skilað sér ekki og í kjölfarið var lýst eftir honum í fjölmiðlum. Í upphafi var það lögreglan á Selfossi sem fór með málið, sem nú er komið yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestar vísbendinganna benda til þess að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu í felum. Lögregla telur nokkuð ljóst að Guðbjarni sé ekki farinn úr landi en óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi. Þá var því haldið fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins að Guðbjarni væri farinn til Alicante á Spáni. Heimildarmaður heimasíðunnar sagðist hafa séð Guðbjarna á kaffihúsi þar sem hann hafi rætt um för sína til Spánar. Þó lögregla telji ekki líklegt að Guðbjarni sé farinn úr landi þá hefur hann áður sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér. Guðbjarni sigldi nefnilega skútu frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar í september árið 2007. Einnig bárust fréttir af því ekki alls fyrir löngu að Guðbjarni væri í flugnámi á Litla Hrauni. Hvort þessi reynsla nýtist honum á flóttanum, skal þó ósagt.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18 Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54
Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18
Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38