Launalækkanir í heilbrigðisþjónustu 23. júní 2010 06:00 Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar málin eru skoðuð betur kemur þó annað á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í samtökunum lækkað um 2,5% frá septemberlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun mun reyndar skýrast af lækkunum meðal heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni umfram aðra. Nú er það vel þekkt að laun lækna byggjast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu en almennir launataxtar eru ekki háir. Grunnlaun sérfræðilæknis með langa starfsreynslu í kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar. Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var vakin sérstök athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýringin á því er líklega sú að þeir hafa mesta vaktaálag allra lækna í landinu. Er það raunverulega ætlunin að skerða verulega greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna? Fyrir nokkru var því haldið fram að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljónum króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar greiðslur byggja á gildandi samningum um sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjárlagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til að uppfylla þann samning sem gerður hafði verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009 gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóðfélagið uppá 486 milljónir króna á ári. Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlagabil. Læknar munu ekki víkja sér undan því að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni og umræðan á staðreyndum en ekki áróðurskenndum upphlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum. Þegar málin eru skoðuð betur kemur þó annað á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi Háskólamanna hafa meðallaun félaga í samtökunum lækkað um 2,5% frá septemberlokum 2008. Megnið af þeirri lækkun mun reyndar skýrast af lækkunum meðal heilbrigðisstétta. Ef það er rétt virðist nú þegar halla verulega á starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni umfram aðra. Nú er það vel þekkt að laun lækna byggjast að miklu leyti á vöktum og yfirvinnu en almennir launataxtar eru ekki háir. Grunnlaun sérfræðilæknis með langa starfsreynslu í kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið eru nú 533.668. Ljóst er að margt háskólamenntað starfsfólk hjá ríkinu hefur hærri grunnlaun en læknar. Það liggur í eðli heilbrigðisþjónustunnar að hún fer fram á öllum tímum sólarhringsins alla daga vikunnar. Í ofangreindri frétt var vakin sérstök athygli á því að laun lækna á landsbyggðinni hefðu lækkað minnst. Skýringin á því er líklega sú að þeir hafa mesta vaktaálag allra lækna í landinu. Er það raunverulega ætlunin að skerða verulega greiðslur fyrir vaktir lækna? Hvaða áhrif ætli það hefði á heilbrigðisþjónustuna? Fyrir nokkru var því haldið fram að greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðiþjónustu hefðu farið 700 milljónum króna fram úr áætlun árið 2009. Þessar greiðslur byggja á gildandi samningum um sérfræðilæknisþjónustu við sjúkratryggða á Íslandi sem löng hefð er fyrir og tryggja jöfnuð og aðgengi óháð efnahag. Hið rétta varðandi fyrrgreinda fjárhæð er að við fjárlagagerð hafði láðst að tryggja fjármagn til að uppfylla þann samning sem gerður hafði verið milli Sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavíkur. Í umfjöllun fjölmiðla var hins vegar ekkert um það rætt að á árinu 2009 gáfu læknar eftir 9,4% samningsbundna hækkun sem jafngildir sparnaði fyrir þjóðfélagið uppá 486 milljónir króna á ári. Þjóðfélagið stendur frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og brúa þarf stórt fjárlagabil. Læknar munu ekki víkja sér undan því að taka sinn þátt í að leysa þann vanda. Það verk verður þó að byggja á sátt og sanngirni og umræðan á staðreyndum en ekki áróðurskenndum upphlaupum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun