Brotin sál Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 4. desember 2010 07:00 Í þessu truflaða efnahagsástandi sem herjar yfir Íslendinga hafa margar sálir týnt viðverustað sínum hér á jörðu niðri. Töpuð barátta við geðræna sjúkdóma er nánast daglegur viðburður. Enginn skilur sjálfselsku þeirra sem reyna svo dramatískar aðferðir til að komast í hina hinstu hvílu. Algerlega án skilnings hvað gengið hefur á áður en slíkri aðferð var beitt. Sjálfsvíg eru fordæmd í nútíma samfélagi. Aðstoð ætti að vera til staðar svo þessari aðferð þurfi ekki að beita. Sú er ekki raunin, brotnu einstaklingarnir verða hvað mest fyrir mótlæti og afleiðingum kreppunnar. Fjölskylda og vinir virðast koma fram í hópum eftir að aðstandandi kveður heiminn en voru hvergi sjáanlegir á meðan baráttan var svo hörð. Í öll mín 26 ár í þessu lífi hef ég aldrei hitt eins vel uppbyggða og notalega einstaklinga og þá sem þurfa hvað mest á kerfinu að halda. Æðruleysi, skilningur og umhyggja skín úr augum þessara brotnu einstaklinga sem og þreyta og valdleysi á eigin líðan. Það er erfitt að hafa ekki hlutlæg einkenni; marblett, sár eða kúlu sem við getum sýnt til að fá skilninginn sem svo mikil þörf er á. Erfitt er að leita að þeirri aðstoð sem nauðsynleg er. Oft vegna feluleikja til þess að halda nafni og ímynd, um leið og sjúkdómseinkenni fara að aukast verður heimurinn öðruvísi en áður. Oft er erfitt að muna hvað var venjulegt, ef gleymska um hið raunverulega fer að bæra á sér, hvernig er þá hægt að ná markmiðum um fyrra ástand og bata án hjálpar? Væntumþykja fyrir vanlíðaninni er slík að erfitt er að skilja við hana. Opnunartími göngudeildar geðdeildar hefur rýrnað um helming, deildum hefur fækkað og almennri aðstoð við þá sjúku hefur farið hrakandi svo um munar. Sálbrotin einstaklingur veit hreinlega ekki hvert leita skal eftir takmörkuðu aðstoðinni sem er í boði. Tilfellum hefur fjölgað af sálum sem gátu ekki lifað undir þeim þrýstingi sem slíkur sjúkdómur hefur í för með sér. Vinir, vandamenn og almennir borgarar hafa oft á tíðum takmarkaðan skilning á þessum brotna einstakling sem er þeim þó svo náinn. Við hin sjúku höfum líka takmarkaða þolinmæði, við búum ekki svo vel að geta hundsað okkar frávik, við getum ekki tekið okkur pásu og sniðgengið okkar ástand. Mér þykir hlægilegt en þó framar öllu grátlegt hvernig ætlast er til af okkur að við tökum frí frá veikindum okkar á sumartíma. Deildir sem eru ætíð fullar loka og rúmum fækkar um meira en helming. Einstaklingur hefur fimm klukkustundir á dag til að nálgast þá aðstoð sem hann telur sig þurfa. Það eru fordómar fyrir geðrænum vandamálum. Hræðsla er mikil við þessar sjúku sálir og þarfir þeirra. Oft eru þeir sjúku ekki síður með fordóma og fyrirlíta sjálfa sig fyrir að verða öðruvísi. Bráðamóttaka, lögregla og sjúkraflutningamenn sýna mjög mismunandi hegðun. Sumir hafa þó þann eiginleika að geta gefið brotinni sál þann stuðning og andlega gjöf sem hann þarf á að halda á neyðarstund. En það er því miður mun sjaldgæfara en við höldum. Ætlast er til af okkur að við séum eðlileg, sýnum rétta hegðun. Þó fáum við ekki að vera með. Við erum alltaf hálf utanvelta. Alein ef svo má að orði komast. Þeir einstaklingar sem gefast upp, gefast ekki bara upp á eigin sjúkdóm og vanlíðan heldur einnig á því stóra skarði sem félagsleg tengsl gefa. Það er aldrei litið á okkur sömu augum fyrir og eftir andleg veikindi. Hugsið um þær brotnu sálir sem kvatt hafa þennan heim. Hugsið um vanlíðanina og mótlætið sem sá einstaklingur hefur mögulega mætt á sinni ferð um lífið. Hugsið um þessa hrottafengnu aðferð sem einstaklingur er tilbúinn að leggja á sig til þess að komast frá þessum heimi í þann næsta. Við fæðumst ekki í þennan heim með þrá um að vera frábrugðin, okkur finnst hræðilegt að geta ekki verið eins og hinir. Veikindi verða partur af persónuleika, og persónuleikanum verður ekki auðveldlega breytt. Horfðu upp til brotinnar sálar. Það er sterkur einstaklingur á bak við hana. Mjög sárt þykir mér þó að hugsa til þeirra einstaklinga sem lifðu ekki sumarið af. Svo margir hafa fallið fyrir eigin hendi í þessu þjóðfélagsástandi. Þjóðfélagið er svo upptekið af því að ná endum saman að mannleg umhyggja gleymist. Ég las um það á síðu Hugarafls að kertafleyting hafði verið fyrir þá sem tapað hafa baráttu sinni við geðsjúkdóm. Aldrei las ég um það í fréttum, þó var haldin fjölmenn hátíð um baráttu við fordóma . Við megum ekki vera svona blind á þetta ástand. Við verðum að gera eitthvað í þessu. Afhverju öll þessi þögn? Afhverju kemur ölvun í fréttunum? Afhverju kemur ekki frétt um þann eistakling sem kvaddi lífið á hrottafenginn hátt og krafist svara um það hvar aðstoðin var fyrir hann. Ég held að margir af þeim sem vinna innan veggja spítala megi VAKNA UPP. Það er vel hægt að hjálpa. En það er svo erfitt að nálgast aðstoðina í þessum bága fjárhag þar sem peningar skipta meira máli orðið en líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í þessu truflaða efnahagsástandi sem herjar yfir Íslendinga hafa margar sálir týnt viðverustað sínum hér á jörðu niðri. Töpuð barátta við geðræna sjúkdóma er nánast daglegur viðburður. Enginn skilur sjálfselsku þeirra sem reyna svo dramatískar aðferðir til að komast í hina hinstu hvílu. Algerlega án skilnings hvað gengið hefur á áður en slíkri aðferð var beitt. Sjálfsvíg eru fordæmd í nútíma samfélagi. Aðstoð ætti að vera til staðar svo þessari aðferð þurfi ekki að beita. Sú er ekki raunin, brotnu einstaklingarnir verða hvað mest fyrir mótlæti og afleiðingum kreppunnar. Fjölskylda og vinir virðast koma fram í hópum eftir að aðstandandi kveður heiminn en voru hvergi sjáanlegir á meðan baráttan var svo hörð. Í öll mín 26 ár í þessu lífi hef ég aldrei hitt eins vel uppbyggða og notalega einstaklinga og þá sem þurfa hvað mest á kerfinu að halda. Æðruleysi, skilningur og umhyggja skín úr augum þessara brotnu einstaklinga sem og þreyta og valdleysi á eigin líðan. Það er erfitt að hafa ekki hlutlæg einkenni; marblett, sár eða kúlu sem við getum sýnt til að fá skilninginn sem svo mikil þörf er á. Erfitt er að leita að þeirri aðstoð sem nauðsynleg er. Oft vegna feluleikja til þess að halda nafni og ímynd, um leið og sjúkdómseinkenni fara að aukast verður heimurinn öðruvísi en áður. Oft er erfitt að muna hvað var venjulegt, ef gleymska um hið raunverulega fer að bæra á sér, hvernig er þá hægt að ná markmiðum um fyrra ástand og bata án hjálpar? Væntumþykja fyrir vanlíðaninni er slík að erfitt er að skilja við hana. Opnunartími göngudeildar geðdeildar hefur rýrnað um helming, deildum hefur fækkað og almennri aðstoð við þá sjúku hefur farið hrakandi svo um munar. Sálbrotin einstaklingur veit hreinlega ekki hvert leita skal eftir takmörkuðu aðstoðinni sem er í boði. Tilfellum hefur fjölgað af sálum sem gátu ekki lifað undir þeim þrýstingi sem slíkur sjúkdómur hefur í för með sér. Vinir, vandamenn og almennir borgarar hafa oft á tíðum takmarkaðan skilning á þessum brotna einstakling sem er þeim þó svo náinn. Við hin sjúku höfum líka takmarkaða þolinmæði, við búum ekki svo vel að geta hundsað okkar frávik, við getum ekki tekið okkur pásu og sniðgengið okkar ástand. Mér þykir hlægilegt en þó framar öllu grátlegt hvernig ætlast er til af okkur að við tökum frí frá veikindum okkar á sumartíma. Deildir sem eru ætíð fullar loka og rúmum fækkar um meira en helming. Einstaklingur hefur fimm klukkustundir á dag til að nálgast þá aðstoð sem hann telur sig þurfa. Það eru fordómar fyrir geðrænum vandamálum. Hræðsla er mikil við þessar sjúku sálir og þarfir þeirra. Oft eru þeir sjúku ekki síður með fordóma og fyrirlíta sjálfa sig fyrir að verða öðruvísi. Bráðamóttaka, lögregla og sjúkraflutningamenn sýna mjög mismunandi hegðun. Sumir hafa þó þann eiginleika að geta gefið brotinni sál þann stuðning og andlega gjöf sem hann þarf á að halda á neyðarstund. En það er því miður mun sjaldgæfara en við höldum. Ætlast er til af okkur að við séum eðlileg, sýnum rétta hegðun. Þó fáum við ekki að vera með. Við erum alltaf hálf utanvelta. Alein ef svo má að orði komast. Þeir einstaklingar sem gefast upp, gefast ekki bara upp á eigin sjúkdóm og vanlíðan heldur einnig á því stóra skarði sem félagsleg tengsl gefa. Það er aldrei litið á okkur sömu augum fyrir og eftir andleg veikindi. Hugsið um þær brotnu sálir sem kvatt hafa þennan heim. Hugsið um vanlíðanina og mótlætið sem sá einstaklingur hefur mögulega mætt á sinni ferð um lífið. Hugsið um þessa hrottafengnu aðferð sem einstaklingur er tilbúinn að leggja á sig til þess að komast frá þessum heimi í þann næsta. Við fæðumst ekki í þennan heim með þrá um að vera frábrugðin, okkur finnst hræðilegt að geta ekki verið eins og hinir. Veikindi verða partur af persónuleika, og persónuleikanum verður ekki auðveldlega breytt. Horfðu upp til brotinnar sálar. Það er sterkur einstaklingur á bak við hana. Mjög sárt þykir mér þó að hugsa til þeirra einstaklinga sem lifðu ekki sumarið af. Svo margir hafa fallið fyrir eigin hendi í þessu þjóðfélagsástandi. Þjóðfélagið er svo upptekið af því að ná endum saman að mannleg umhyggja gleymist. Ég las um það á síðu Hugarafls að kertafleyting hafði verið fyrir þá sem tapað hafa baráttu sinni við geðsjúkdóm. Aldrei las ég um það í fréttum, þó var haldin fjölmenn hátíð um baráttu við fordóma . Við megum ekki vera svona blind á þetta ástand. Við verðum að gera eitthvað í þessu. Afhverju öll þessi þögn? Afhverju kemur ölvun í fréttunum? Afhverju kemur ekki frétt um þann eistakling sem kvaddi lífið á hrottafenginn hátt og krafist svara um það hvar aðstoðin var fyrir hann. Ég held að margir af þeim sem vinna innan veggja spítala megi VAKNA UPP. Það er vel hægt að hjálpa. En það er svo erfitt að nálgast aðstoðina í þessum bága fjárhag þar sem peningar skipta meira máli orðið en líf.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun