Klámnotkun Jóns Gnarr rædd í borgarráði Erla Hlynsdóttir skrifar 8. september 2010 15:38 Jón Gnarr segist aðallega skoða klám á netinu. Mynd: GVA Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um klámnotkun hans verði tekin til umræðu í borgarráði í fyrramálið. Jón Gnarr var spurður að því í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón hlæjandi: „Aðallega klám." Spurð hvort þetta hafi ekki einfaldlega verið saklaus brandari hjá Jóni svarar Sóley: „Brandari kannski en ég get ekki fallist á að hann sé saklaus. Svona brandari gerir ekkert annað en að normalísera klám. Húmor er beitt vopn eins og Jón Gnarr veit vel. Með þessum brandara, ef um brandara er að ræða, er Jón Gnarr að nota hann til að normalísera klámnotkun. Það er mjög alvarlegt og í beinni andstöðu við yfirlýsta stefnu borgarinnar í mannréttindamálum," segir Sóley. Henni finnst með öllu ólíðandi að borgarstjóri geri klámnotkun að gamanmáli. „Það er alveg skýrt í mannréttindastefnu borgarinnar að hún ætlar að beita sér gegn klámvæðingu og borgarstjóri þarf að vinna samkvæmt því. Það er líka alvarlegt þegar alþjóðasamfélagið fær þessi skilaboð frá borgarstjóra höfuðborgar jafnréttisríkisins Íslands." Sóley bendir á að margir af yngri kynslóðinni líta upp til Jóns Gnarr og taka viðhorf hans sér til fyrirmyndar. „Það má velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á unga drengi því borgarstjóri Reykjavíkur er fyrirmynd margra drengja. Klámnotkun á Íslandi er vandamál og það er mikilvægt að borgarstjórinn beiti sér með en ekki á móti þeim opinberu stofnunum sem eru að berjast gegn kynlífsþrælkun og mansali en geri ekki lítið úr þeirri baráttu með svona ummælum," segir Sóley. Fréttir ársins 2010 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, oddviti vinstri grænna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um klámnotkun hans verði tekin til umræðu í borgarráði í fyrramálið. Jón Gnarr var spurður að því í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón hlæjandi: „Aðallega klám." Spurð hvort þetta hafi ekki einfaldlega verið saklaus brandari hjá Jóni svarar Sóley: „Brandari kannski en ég get ekki fallist á að hann sé saklaus. Svona brandari gerir ekkert annað en að normalísera klám. Húmor er beitt vopn eins og Jón Gnarr veit vel. Með þessum brandara, ef um brandara er að ræða, er Jón Gnarr að nota hann til að normalísera klámnotkun. Það er mjög alvarlegt og í beinni andstöðu við yfirlýsta stefnu borgarinnar í mannréttindamálum," segir Sóley. Henni finnst með öllu ólíðandi að borgarstjóri geri klámnotkun að gamanmáli. „Það er alveg skýrt í mannréttindastefnu borgarinnar að hún ætlar að beita sér gegn klámvæðingu og borgarstjóri þarf að vinna samkvæmt því. Það er líka alvarlegt þegar alþjóðasamfélagið fær þessi skilaboð frá borgarstjóra höfuðborgar jafnréttisríkisins Íslands." Sóley bendir á að margir af yngri kynslóðinni líta upp til Jóns Gnarr og taka viðhorf hans sér til fyrirmyndar. „Það má velta fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur á unga drengi því borgarstjóri Reykjavíkur er fyrirmynd margra drengja. Klámnotkun á Íslandi er vandamál og það er mikilvægt að borgarstjórinn beiti sér með en ekki á móti þeim opinberu stofnunum sem eru að berjast gegn kynlífsþrælkun og mansali en geri ekki lítið úr þeirri baráttu með svona ummælum," segir Sóley.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira