Mælikvarðar lífsgæða og velferðar Svandís Svavarsdóttir skrifar 20. október 2010 06:00 Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus. Okkur Íslendingum hættir til að álykta að þetta eigi ekki við um okkur og að við séum heimsbyggðinni til mikillar fyrirmyndar. En það er öðru nær ef marka má niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur, dósents við Háskóla Íslands, á vistspori Íslendinga, en sá mælikvarði hefur aldrei áður verið lagður á íslenskt samfélag. 21 JörðNiðurstöðurnar eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og Íslendingar. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar. Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu náttúruauðlindir af sama kappi og við. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síður ákveðna hugmynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær. Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni Í landi hinna klikkuðu karlmanna: „Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast." Það er hárrétt hjá Andra, við þurfum ekki alltaf að virkja meira og veiða meira. Það sem okkur vantar raunverulega meira af eru gæði, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst lífsgæði. Nýir mælikvarðarÞví er haldið fram að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En það er ekki beint orsakasamhengi milli hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Samkvæmt Stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2009 jókst ójöfnuður á tímum mikils hagvaxtar árin fyrir hrun. Ójöfnuðurinn jókst hraðar hér en í öðrum löndum þegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu. Þá vekur athygli að í hagvextinum miðjum jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra hér á landi mun tíðari en í hinum OECD-löndunum. Niðurstöður umræddrar skýrslu benda til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu notaðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus. Okkur Íslendingum hættir til að álykta að þetta eigi ekki við um okkur og að við séum heimsbyggðinni til mikillar fyrirmyndar. En það er öðru nær ef marka má niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur, dósents við Háskóla Íslands, á vistspori Íslendinga, en sá mælikvarði hefur aldrei áður verið lagður á íslenskt samfélag. 21 JörðNiðurstöðurnar eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og Íslendingar. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar. Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu náttúruauðlindir af sama kappi og við. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síður ákveðna hugmynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær. Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni Í landi hinna klikkuðu karlmanna: „Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast." Það er hárrétt hjá Andra, við þurfum ekki alltaf að virkja meira og veiða meira. Það sem okkur vantar raunverulega meira af eru gæði, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst lífsgæði. Nýir mælikvarðarÞví er haldið fram að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En það er ekki beint orsakasamhengi milli hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Samkvæmt Stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2009 jókst ójöfnuður á tímum mikils hagvaxtar árin fyrir hrun. Ójöfnuðurinn jókst hraðar hér en í öðrum löndum þegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu. Þá vekur athygli að í hagvextinum miðjum jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra hér á landi mun tíðari en í hinum OECD-löndunum. Niðurstöður umræddrar skýrslu benda til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu notaðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun