Fylgjum eftir stefnu Vísinda- og tækniráðs! 30. október 2010 06:00 Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tækifærum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfisins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurfum ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpunarkerfið er brotakennt; háskólar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið - að við treystum okkur til að láta gæðamat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið leggur áherslu á að aukinn hluti opinberra fjárveitinga - ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana - verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rannsóknaáætlanir enda eru okkar sjóðir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslenskir vísindamenn hafa staðið sig vel - en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfélaginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbyggingu nýs atvinnulífs, þó að aðvörunarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnishæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríflega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klínískar læknisfræðilegar rannsóknir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birtinga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvísinda, en vísindamenn ná eftirtektarverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfélags bendir til að víða leynast tækifæri til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlögum hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppnissjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hugmyndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rannsóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefnan, og þannig nýtum við fjármunina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðarvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tækifærum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfisins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurfum ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpunarkerfið er brotakennt; háskólar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið - að við treystum okkur til að láta gæðamat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið leggur áherslu á að aukinn hluti opinberra fjárveitinga - ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana - verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rannsóknaáætlanir enda eru okkar sjóðir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslenskir vísindamenn hafa staðið sig vel - en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfélaginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbyggingu nýs atvinnulífs, þó að aðvörunarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnishæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríflega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klínískar læknisfræðilegar rannsóknir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birtinga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvísinda, en vísindamenn ná eftirtektarverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfélags bendir til að víða leynast tækifæri til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlögum hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppnissjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hugmyndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rannsóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefnan, og þannig nýtum við fjármunina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðarvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun