Kókaínmálið: Lagði 3 milljónir inn á reikning Íslendings á Spáni 15. júlí 2010 11:50 Guðlaugur Agnar Guðmundsson, lagði 3 milljónir inn á reikning Sverri Þórs Guðmundssonar á Spáni. Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári. Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári.
Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15
Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03