Tækifæri til að bæta ímyndina Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:15 Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar