Ímynd Bandaríkjanna talin í hættu 6. desember 2010 03:30 Íslensk kona varð þar fyrir óskemmtilegri reynslu í desember 2007. nordicphotos/afp Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Konan var látin dúsa heila nótt í eins konar fangageymslu á flugvellinum og síðan send heim daginn eftir vegna þess að hún var ekki með rétta vegabréfsáritun. Hún var flutt fram og til baka í hand- og fótjárnum, og var málið tekið upp hér á landi bæði í fjölmiðlum og af stjórnvöldum, sem heimtuðu skýringar. Van Voorst sendiherra tekur málið greinilega alvarlega, en ekki endilega vegna þess hvað gerðist heldur vegna þess að málið er áberandi í fréttum á Íslandi og skaðar ímynd Bandaríkjanna meðal Íslendinga. „Við deilum því mati hennar að þetta atvik án tillits til þess hvað gerðist sé alvarlegt áfall fyrir ímynd Bandaríkjanna á Íslandi," skrifar van Voorst. „Það er mikilvægt að við komum þessari frétt af forsíðunum með því að útlista nánar hvað gerðist við handtökuna og hafa aftur samband við íslensk stjórnvöld eins fljótt og hægt er." Þann 19. desember er skýrt frá því að Stewart Baker, aðstoðarráðherra í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, hafi skrifað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur bréf, þar sem fullyrt er að farið hafi verið vandlega yfir atburðina. Baker segist í því bréfi harma það sem gerðist og lofar því að vinnubrögð verði endurskoðuð. Van Voorst sendiherra segir síðan að við konuna sjálfa hafi verið rætt í síma, þar sem hún segist ánægð með að bandaríska heimavarnaráðuneytið skuli ætla að endurskoða vinnubrögð sín með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hún lenti í. - gb WikiLeaks Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Konan var látin dúsa heila nótt í eins konar fangageymslu á flugvellinum og síðan send heim daginn eftir vegna þess að hún var ekki með rétta vegabréfsáritun. Hún var flutt fram og til baka í hand- og fótjárnum, og var málið tekið upp hér á landi bæði í fjölmiðlum og af stjórnvöldum, sem heimtuðu skýringar. Van Voorst sendiherra tekur málið greinilega alvarlega, en ekki endilega vegna þess hvað gerðist heldur vegna þess að málið er áberandi í fréttum á Íslandi og skaðar ímynd Bandaríkjanna meðal Íslendinga. „Við deilum því mati hennar að þetta atvik án tillits til þess hvað gerðist sé alvarlegt áfall fyrir ímynd Bandaríkjanna á Íslandi," skrifar van Voorst. „Það er mikilvægt að við komum þessari frétt af forsíðunum með því að útlista nánar hvað gerðist við handtökuna og hafa aftur samband við íslensk stjórnvöld eins fljótt og hægt er." Þann 19. desember er skýrt frá því að Stewart Baker, aðstoðarráðherra í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, hafi skrifað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur bréf, þar sem fullyrt er að farið hafi verið vandlega yfir atburðina. Baker segist í því bréfi harma það sem gerðist og lofar því að vinnubrögð verði endurskoðuð. Van Voorst sendiherra segir síðan að við konuna sjálfa hafi verið rætt í síma, þar sem hún segist ánægð með að bandaríska heimavarnaráðuneytið skuli ætla að endurskoða vinnubrögð sín með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hún lenti í. - gb
WikiLeaks Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira