Líf Magneudóttir: Lítilmagnar samtímans 14. maí 2010 09:31 Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjónvarpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lítilmagnans sem stendur í biðröð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann. Tötralegir og guggnir fátæklingar híma undir vegg í rigningarsudda og vonin vaknar í augunum þegar smekklega klæddar yfirstéttarkonur koma svífandi eins og englar af himnum ofan til að gauka að þeim súpu. Lífsglaðir öreigar dansa um götur eins og í My Fair Lady og þjófóttir en sjarmerandi götustrákar taka lagið fyrir vegfarendur, alveg eins og í Oliver. Þarna var nú aldeilis litríkt mannlíf og margt skemmtilegt sem gerðist, ekki satt? Ætli þeir hafa það ekki bara þokkalegt líka, fátæku Íslendingarnir, ekki síst ef þeir draga nú upp nikkuna í biðröðinni eftir súrmjólkurpottinum og taka lagið? Og skyldi ekki blessuðum börnunum þeirra þykja vænt um allt góða fólkið sem réttir þeim ölmusuna og vera því þakklát? Það er ekki langt síðan Íslendingar þekktu neyðina mætavel. Fyrr á árum var börnum fátæklinga komið fyrir í þrælkun á þeim bæjum sem voru tilbúnir að taka við þeim fyrir lægstu meðgjöfina frá sveitinni. Niðursetningarnir eru ekki fjær okkur í tíma en svo að einhverjir þeirra kunna enn að vera á lífi, þó nánast allir af þeirra kynslóð séu gengnir á vit feðra sinna. Örlög þeirra réðust af fátækt - af því að heimili leystust upp, kannski vegna dauðsfalls, eða af því að foreldrarnir voru einhverra hluta vegna ekki færir um að sjá fyrir börnunum sínum. Niðursetningarnir áttu síðan að vera bændum þakklátir fyrir að fá þak yfir höfuðið, eitthvað að éta og starfa. Og nær okkur í tíma fann efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum skjól í Kamp Knox og öðrum misjöfnum hermannabröggum. Margir muna líka eftir að hafa búið þar. Þeir sem yngri eru þekkja braggahverfin kannski helst af skrautlegu mannlífi í bókum Einars Kárasonar og bíómynd gerðri eftir þeim, svona dálítið eins og My Fair Lady eða Oliver, og jafn óraunverulegt og fjarlægt og þær sögur. Fúkkalyktin og rottugangurinn sitja kannski meira í minni þeirra sem ólust þar upp, eineltið, níðið og örvæntingin. Við erum sem betur fer komin talsvert langt frá þessum aðstæðum hérna á Íslandi og upplifum þær vonandi aldrei framar. Ekkert barn á að þurfa að alast upp við slík kjör. En við verðum líka að horfast í augu við raunveruleikann, þó að það sé kannski skemmtilegra að láta sig dreyma um lundabjarg í Húsdýragarðinum og glæsilega golfvelli. Nú er farið að ganga á sparifé gætnu fjölskyldnanna og bráðum verður séreignarsparnaðurinn uppurinn. Margir hafa misst vinnuna og ekki fundið aðra. Margir eiga sífellt erfiðara með að borga af lánum og standa í skilum og fjöldi fólks óttast að missa húsnæðið. Hvert á það að fara ef sá ótti verður að veruleika? Hvernig ætlum við að hjálpa fjölskyldunum svo að þær leysist ekki upp vegna ómegðar og bjargarleysis? Þetta er ekki vinsælt umræðuefni í kosningabaráttu, ekki frekar en að misskipting í samfélaginu hefur aukist og heldur áfram að aukast ef ekkert er að gert. Við ættum að hafa áttað okkur á að blind einstaklingshyggja hefur komið okkur í ógöngur og við þurfum að snúa við blaðinu. Það er hluti af því að lifa og hrærast í samfélagi að taka sameiginlega ábyrgð. Fólkið sem mundi mætavel ástandið sem ég drap á hér að ofan barðist hörðum höndum við að koma upp velferðarkerfi til að tryggja að enginn þyrfti að þola sömu örlög og fátæklingar fyrri tíma. Um það velferðarkerfi og velferðarþjónustu þarf að standa dyggan vörð og koma í veg fyrir að bilið á milli fátækra og ríkra verði óbrúanlegt. Fátækt er ekki sjarmerandi, söngelsk eða skemmtileg. Hún er óvættur sem við eigum ekki að þurfa að líða í okkar samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðun Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjónvarpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lítilmagnans sem stendur í biðröð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann. Tötralegir og guggnir fátæklingar híma undir vegg í rigningarsudda og vonin vaknar í augunum þegar smekklega klæddar yfirstéttarkonur koma svífandi eins og englar af himnum ofan til að gauka að þeim súpu. Lífsglaðir öreigar dansa um götur eins og í My Fair Lady og þjófóttir en sjarmerandi götustrákar taka lagið fyrir vegfarendur, alveg eins og í Oliver. Þarna var nú aldeilis litríkt mannlíf og margt skemmtilegt sem gerðist, ekki satt? Ætli þeir hafa það ekki bara þokkalegt líka, fátæku Íslendingarnir, ekki síst ef þeir draga nú upp nikkuna í biðröðinni eftir súrmjólkurpottinum og taka lagið? Og skyldi ekki blessuðum börnunum þeirra þykja vænt um allt góða fólkið sem réttir þeim ölmusuna og vera því þakklát? Það er ekki langt síðan Íslendingar þekktu neyðina mætavel. Fyrr á árum var börnum fátæklinga komið fyrir í þrælkun á þeim bæjum sem voru tilbúnir að taka við þeim fyrir lægstu meðgjöfina frá sveitinni. Niðursetningarnir eru ekki fjær okkur í tíma en svo að einhverjir þeirra kunna enn að vera á lífi, þó nánast allir af þeirra kynslóð séu gengnir á vit feðra sinna. Örlög þeirra réðust af fátækt - af því að heimili leystust upp, kannski vegna dauðsfalls, eða af því að foreldrarnir voru einhverra hluta vegna ekki færir um að sjá fyrir börnunum sínum. Niðursetningarnir áttu síðan að vera bændum þakklátir fyrir að fá þak yfir höfuðið, eitthvað að éta og starfa. Og nær okkur í tíma fann efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum skjól í Kamp Knox og öðrum misjöfnum hermannabröggum. Margir muna líka eftir að hafa búið þar. Þeir sem yngri eru þekkja braggahverfin kannski helst af skrautlegu mannlífi í bókum Einars Kárasonar og bíómynd gerðri eftir þeim, svona dálítið eins og My Fair Lady eða Oliver, og jafn óraunverulegt og fjarlægt og þær sögur. Fúkkalyktin og rottugangurinn sitja kannski meira í minni þeirra sem ólust þar upp, eineltið, níðið og örvæntingin. Við erum sem betur fer komin talsvert langt frá þessum aðstæðum hérna á Íslandi og upplifum þær vonandi aldrei framar. Ekkert barn á að þurfa að alast upp við slík kjör. En við verðum líka að horfast í augu við raunveruleikann, þó að það sé kannski skemmtilegra að láta sig dreyma um lundabjarg í Húsdýragarðinum og glæsilega golfvelli. Nú er farið að ganga á sparifé gætnu fjölskyldnanna og bráðum verður séreignarsparnaðurinn uppurinn. Margir hafa misst vinnuna og ekki fundið aðra. Margir eiga sífellt erfiðara með að borga af lánum og standa í skilum og fjöldi fólks óttast að missa húsnæðið. Hvert á það að fara ef sá ótti verður að veruleika? Hvernig ætlum við að hjálpa fjölskyldunum svo að þær leysist ekki upp vegna ómegðar og bjargarleysis? Þetta er ekki vinsælt umræðuefni í kosningabaráttu, ekki frekar en að misskipting í samfélaginu hefur aukist og heldur áfram að aukast ef ekkert er að gert. Við ættum að hafa áttað okkur á að blind einstaklingshyggja hefur komið okkur í ógöngur og við þurfum að snúa við blaðinu. Það er hluti af því að lifa og hrærast í samfélagi að taka sameiginlega ábyrgð. Fólkið sem mundi mætavel ástandið sem ég drap á hér að ofan barðist hörðum höndum við að koma upp velferðarkerfi til að tryggja að enginn þyrfti að þola sömu örlög og fátæklingar fyrri tíma. Um það velferðarkerfi og velferðarþjónustu þarf að standa dyggan vörð og koma í veg fyrir að bilið á milli fátækra og ríkra verði óbrúanlegt. Fátækt er ekki sjarmerandi, söngelsk eða skemmtileg. Hún er óvættur sem við eigum ekki að þurfa að líða í okkar samfélagi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun