Eurovision: Íslendingar þurfa að halda næstu keppni 28. maí 2010 03:00 Hera Björk Þórhallsdóttir er umsetin af fjölmiðlafólki á Eurovisionkeppninni í Ósló. Hún segir að Eurovision-keppnin verði haldin á Íslandi á næsta ári. Fréttablaðið/EÁ Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." [email protected] Eurovision Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." [email protected]
Eurovision Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira