Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur Jóhann meðal annars meðfæddan hjartagalla sinn, áðurnefnda aðgerð og hvernig hann hafi fylgst með læknum krukka í sér á skjánum á meðan hann öskraði af sársauka í lengri tíma.
Ólafur Jóhann segir líka frá því hvernig hann byrjaði á Tik-Tok, ótrúlega atvinnuumsókn sína á FM957 og hvernig hann kynntist kærustunni sinni Sigurlaugu Birnu Garðarsdóttur.