„Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. apríl 2025 20:02 Aldís Amah Hamilton skein skært á rauða dreglinum á BAFTA games awards um helgina. Lia Toby/BAFTA/Getty Images for BAFTA „Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. Aldís Amah er nýkomin heim eftir ævintýraríka hátíðarhelgi en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá. „Ég er mjög léleg í því að staldra við og lifa í augnablikinu. Ég er að vinna í því, segir Aldís Amah kímin. „En ég er þannig séð lent eftir þetta ævintýri og auðvitað eru alls konar tilfinningar sem fylgja þessu.“ Hélt að eitthvað hræðilegt hefði gerst Árið hefur hingað til verið einstaklega ævintýraríkt hjá Aldísi en hún er búin að vera á flakki á milli Los Angeles og Bretlands. „Ég var bókstaflega að keyra út á flugvöll á leið til LA þegar ég fæ SMS frá Ninja Theory, sem er fyrirtækið sem framleiðir tölvuleikinn, þar sem þau óska mér til hamingju með tilnefninguna. Ég var að heyra af því í fyrsta skipti þar og þrykkti símanum í gólfið í sjokki. Kolli hélt að eitthvað hræðilegt hefði gerst,“ segir Aldís hlæjandi og á við Kolbein Arnbjörnsson sem hún er í sambandi með. Aldís er búin að vera á miklu flakki undanfarnar vikur og hefur lent í mörgum ævintýrum!Aðsend BAFTA er ein virtasta kvikmyndahátíð Evrópu og var í ár haldin í 78. skipti. Þrátt fyrir að hafa ekki borið sigur úr bítum var tilnefningin mikill heiður. „Ég bjóst alls ekki við þessari tilnefningu en ég vissi auðvitað að þetta væri mjög virtur leikur. Fyrirtækið heitir Ninja Theory og Hell Blade kemur upphaflega út 2017 og hefur unnið til fjölda verðlauna. Leikurinn fjallar um geðhvarfasýki á virkilega flottan hátt, þetta gerist í fantasíuheimi fyrir mörg hundruð árum síðan. Maður gerði því alveg ráð fyrir að leiknum væri að fara að ganga vel. Teymið var tilnefnt í ellefu flokkum en þetta árið unnum við bara í einni kategoríu.“ Mögulega verið að lyfta upp léttari söguþræði Aldís segir að hátíðirnar séu alltaf í takt við samtímann og því sé áhugavert að sjá hverjir hljóta verðlaun hverju sinni. „Einn hryllings-leikur frá litlu skosku fyrirtæki vakti athygli og sömuleiðis var leikurinn Astro Bot sem minnir á gömlu Super Mario sigursæll. Það er svo mikið þungt í gangi í heiminum þannig það getur verið að það sé verið að lyfta upp léttari söguþráðum en maður veit auðvitað aldrei alveg, það er bara gaman að velta þessu fyrir sér.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Amah Hamilton (@aldisamah) Aldís flaug út til Los Angeles 5. mars síðastliðinn og hefur nánast verið erlendis síðan þá. „Þessi LA ferð var mikið ævintýri vægast sagt og það var auðvitað mjög gott að geta sagt á fundum úti að ég væri tilnefnd til BAFTA verðlauna. Svo fékk ég boð um að fara í svokallaðan master class á vegum BAFTA í London og var flogið þangað frá LA. Svo kem ég heim í nokkra daga og flýg aftur til London á afmælinu mínu 6. apríl. Kolli komst ekki með því hann var að forsýna Reykjavík 112 sem hófst á nákvæmlega sama tíma og verðlauna-afhendingin. Algjör óheppni en líka algjört kampavínsvandamál. Þegar ég flaug þarna út á afmælinu mínu var ég óvænt uppfærð á Saga Class vegna yfirbókunar aftur í, talandi um skrifað í skýin! Svo var sama fyrsta freyja að fljúga með mig heim, svo ekta íslenskt og það er dásamlegt.“ Leið mjög þægilega í prufunum Aldís fékk tölvuleikjahlutverkið á sínum tíma í gegnum casting síðuna Spotlight sem hún mælir með við alla leikara að skrá sig á. „Ég fer upphaflega í prufu árið 2022 og það var mikil leynd yfir því hvað ég væri að fara í prufu fyrir. Það var mjög fyndið því mig grunaði svo sterklega að þetta væri fyrir Hell Blade. Kolli hafði nefnilega farið í prufu fyrir talsetningu á stiklu fyrir leikinn og ef þú fylgist með tölvuleikjaheiminum var auðvelt að skynja að þetta væri þetta verkefni. Þegar ég fór í prufuna var allt gert undir leyninöfnum og ég var handviss um að þetta væri Hell blade. Ég var auðvitað ógeðslega spennt fyrir því og tveimur vikum eftir fyrstu prufu fæ ég boð um að koma aftur og hitti leikstjórann þá í gegnum Zoom.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Amah Hamilton (@aldisamah) Hún segist strax hafa fengið góða tilfinningu fyrir prufunni og hreppti auðvitað hlutverkið. „Það er svo auðvelt að segja það eftir á en ég fann eitthvað á mér. Í prufunni var allt svo kunnuglegt, tilfinningarnar, orkan og stemningin, og ég tengdi svo mikið við karakterinn og hvaðan hann var að koma. Mér leið rosalega vel í öllu ferlinu og auðvitað ber maður það með sér. Þegar þú ert að ráða í hlutverk hlýtur það að vera plús að sjá hvað leikaranum líður vel í hlutverkinu.“ Ekki þaulvön rauða dreglinum Aldís skein skært á rauða dreglinum á BAFTA games verðlaunum en er ekki eins reynslumikil þar og margur gæti haldið. „Ég hef nefnilega alls ekki farið á marga dregla. Ég hef kannski farið þrisvar á Edduverðlaunin yfir ævi mína og einu sinni verið tilnefnd fyrir Svörtu Sanda. Við fórum á Berlinale reyndar en það var í Covid og við leikarahópurinn þurfum meira að segja að virða tveggja metra regluna okkar á milli.“ Þetta var svolítið mikið öðruvísi núna og auðvitað dregill af öðru kaliberi. „Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér. Þetta er líka bara af virðingu við aðra. Að ætla að smækka sig þegar maður fær svona stórt tækifæri, það er bara dónaskapur að mínu mati, allavega ef maður hefur egóið til að sleppa því.“ Algóriþminn skemmdi kjólinn Það var svo mikið ævintýri að finna rétta kjólinn fyrir stóra stund sem þessa. „Ég byrjaði úti í LA að reyna að finna mér eitthvað. Ég er mjög mikið fyrir hæga tísku (e. slow fashion) og 95 prósent af því sem ég kaupi er notað. Ég leitaði endalaust af netinu af fallegum kjólum sem tikkuðu í þessi box og það var smá basl því tíminn var ekki að vinna með manni, ef ég ætlaði til dæmis að skila einhverju og annað. Ég verð líka bara að koma því á framfæri að ég syrgi Spjöru fataleigu svo harkalega. Ég hefði án alls efa viljað leigja mér kjól þar en mér fannst það eini staðurinn á Íslandi sem bauð upp á svona eftirtektarverðar flíkur fyrir viðburði sem þessa.“ Aldís endaði svo á að finna umhverfisvæna vegan verslun í Los Angeles sem seldi fallega kjóla. „Ég finn einn sem ég elska og kaupi mér hann. Svo skemmir „algóriþminn“ á Instagram þetta algjörlega fyrir mér. Ég var búin að vera að skoða síðuna svo mikið þar að ég fer að fá upp alls konar auglýsingar frá þeim af konum í kjólnum mínum að ganga um ströndina, kíkja í verslunarmiðstöð og skella sér í bröns. Það eyðilagði auðvitað algjörlega það sem ég var búin að sjá fyrir mér, mig langaði ekki að mæta í kjól á rauða dregilinn sem Instagram sagði að væri fullkominn til þess að fara að versla í.“ Þakklát fyrir hreinskilnar vinkonur Aldís segist þó ekki sjá eftir kaupunum þar sem kjóllinn verði vel nýttur í brúðkaup, afmæli og aðra viðburði. „En þarna var ég aftur komin á núllpunkt. Þegar ég er í London fer ég svo að spyrjast fyrir og þá kemur í ljós að það er endalaust af trylltum kjólaleigum úti. Tískuhúsið Selfridges er til dæmis með kjólaleigu sem heitir Hurr og ég mæli svo mikið með þessu fyrir fólk sem er að fara á viðburði í London.“ Hún kembdi kjólaleigusíðuna hátt og lágt og finnur að lokum kjól sem hún taldi vera algjöra neglu. „Ég hugsaði bara vá, ég er að fara að líta út eins og Óskarsverðlaunastytta og ég ætla bara algjörlega úr karakter og alla leið í glamúrnum. Kjóllinn átti að vera í miðnæturgylltum lit og hann var að fara að vera fullkominn.“ Kjóll sem Aldís hélt að yrði fullkominn en þegar hún mátaði hann fannst henni hann eiga betur við til dæmis sextán ára afmælisveislu.Aðsend Þegar Aldís mátaði svo kjólinn reyndist raunin önnur. „Þetta var sum sé bleikur pallíettukjól og það var eins og ég væri að fara að fagna sextán ára afmælinu mínu með stæl. Ég bað vinkonur mínar um álit og hélt að þær myndu kannski stappa í mig stálinu en sem betur fer bara voru þær mjög hreinskilnar,“ segir Aldís og hlær. „Ég fer því í neyðar leiðangur að reyna að redda mér kjól daginn fyrir hátíðina, auðvitað með mín gildi á lofti. Ég komst þá að því að það væri ein verslun á vegum Selfridges og Hurr sem bauð upp á það að maður kæmi og mátaði. Það voru reyndar frekar fáir kjólar, oft ein valin stærð í boði og alveg undir lokin var ég við það að gefa upp vonina þegar ég rekst á þennan glæsilega kjól á síðasta rakkanum. Hann var í stærð fyrir neðan mína en ég ákvað að máta hann og kjóllinn passaði eins og hanski.“ Leigði draumakjólinn kvöldið fyrir hátíðina Í þetta skipti fékk Aldís fullt hús stiga frá vinkonum hennar og kjóllinn, sem er frá merkinu LoveShackFancy, var meira að segja með ódýrari leigu en hinir sem hún hafði skoðað á netinu. „Aftur var þetta algjörlega skrifað í skýin og það trúir því eiginlega enginn að ég hafi fundið drauma leigukjól kvöldið áður. Hann átti að kosta 770 pund og ég leigði á 90 pund, augljóslega mjög mikið þess virði. Þetta er líka svo auðvelt, þú færð bara poka sem er merktur fyrir póstinn, setur kjólinn í pokann þegar þú ert búin að nota hann og droppar honum í hvaða pósthólf sem er. Ég skildi hann eftir á hótelinu í póstkassa og það er svo þægilegt að þú þarf ekkert að hafa fyrir því að vera í kapphlaupi við tímann.“ Aldís fann draumakjólinn að lokum. Aðsend Brúnkukremið spilaði líka veigamikið hlutverk fyrir lúkkið og þrátt fyrir að gleyma hönskum fyrir brúnkukremið heima reddaði Aldís sér. „Ég gleymdi tanhanska og notaði uppþvottahanska í staðinn til að setja á mig brúnku. Held ég hafi aldrei verið eins jafnt brún og núna lykta uppþvottahanskarnir mínir mjög vel,“ segir hún kímin. Uppþvottahanski og brúnkukrem er alvöru kombó.Aðsend Aldís er reynslunni ríkari á ýmsa vegu eftir ferðina. Hún er til dæmis nú mjög vel að sér í alls kyns þægilegri þjónustu sem er í boði í Bretlandi. „Ég verð að mæla með öðru fyrir þau sem eru á leið á viðburð í London. Forritið Ruuby er ótrúlega þægilegt fyrir alls kyns bókanir, með einu klikki geturðu bókað allt frá nuddi yfir í hár, förðun, neglur og annað. Ég er vegan þannig að það skipti mig miklu máli að geta bókað förðunarfræðing sem notar bara vegan vörur. Ég vona að þessi meðvitund rati til Íslands fljótlega.“ Kampavín og fimm stjörnu hótel eftir harkið Það reyndist þó svolítið erfitt fyrir Aldísi að finna förðunarfræðing með stuttum fyrirvara þar sem flest allar sem notuðust við vegan vörur voru bókaðar. „Kvöldið fyrir var allt að fara í skrúfuna hjá mér og ég var að fríka út. Ég fann að lokum förðunarfræðing sem notast bara við vegan vörur og er sjálf grænmetisæta og ég var algjörlega í skýjunum með hana. Við áttum dásamlega stund fyrir hátíðina en ég var sett á fimm stjörnu hótel, The Langham, og hótelið gaf mér afmælisgjöf og kampavín. Ég skil að fólk hafi skiptar skoðanir á verðlaunahátíðum, auðvitað er ekkert hægt að setja kalt mat á listform. En þetta þýðir samt heilan helling og flestir í þessum bransa taka þátt í þessu.“ Aldís var í skýjunum með förðunina.Aðsend Hún segir sömuleiðis auðvelt að halda að bransinn einkennist bara af stjörnustundum. „Þú sérð uppstrílað glæsilegt fólk og hugsar vá hvað hún hefur það gott. En þarna að baki er svo mikið hark, stanslaus framtíðarkvíði og afkomukvíði, sjálfsefi og annað. Svona hátíðir eru í raun eins og stór árshátíð fyrir listamenn. Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Mikilvægt að sleppa samanburði Í þessum bransa segir Aldís líka mikilvægt að minna sig stöðugt að á vera ekki í samanburði. „Ef ég ætti að gefa gott ráð fyrir svona upplifun er það að passa sig vel á þessu, það getur verið hættulegt að detta í þá gryfju að fara í samanburð. Þegar ég var að tjékka mig inn á hótelið fann ég allt í einu að ég varð smá lítil í mér að ég væri með smá sjúskaða ferðatösku og í hvítum skóm sem voru ekki alveg hreinir. Ég fór strax að finna fyrir smá minnimáttarkennd en það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að detta ekki í samanburðinn. Þú ert aldrei minni manneskja þó þú sért ekki frá toppi til táar í einhverju rándýru og glænýju. Maður þarf að vera meðvitaður um að stundum eru þetta falskar tilfinningar sem poppa upp hjá manni.“ Aldís Amah naut sín í botn á hátíðinni.Aðsend „Eins og einhver hefði dælt bótoxi í taugakerfið mitt“ Hún segir sömuleiðis að rauði dregillinn sé allt öðruvísi upplifun en margir halda. „Þetta er algjör geðveiki. Þegar þú mætir er PR manneskja sem tekur á móti þér og deilir þér niður á viðtöl. Þú veist svo ekkert hvort þau koma út eða ekki, ég fór í einhver viðtöl sem ég hef ekki séð neins staðar. En maður gerir sitt besta og svo ferðu í röð og stendur fyrir framan myndavélarnar þar sem ljósmyndarar kalla: Horfðu hingað, horfðu hingað, þú ert glæsileg. Ég þorði ekki að blikka einu sinni,“ segir Aldís og skellir upp úr. Aldís segist varla hafa blikkað á dreglinum. Dave Benett/Getty Images „Ég sá myndband af mér af dreglinum þar sem það er eins og ég sé frosin, eins og einhver hafi dælt bótoxi í taugakerfið mitt. En þegar dregilinn er búinn ferðu inn, færð þér drykk og sest í þitt sæti. Mér leið bókstaflega eins og ég hafi blikkað og þá var kvöldið búið, þetta flaug hjá á einu augnabliki.“ Næsta skref hjá Aldísi er svo að fara í leit að umboðsmanni í Bretlandi og það hefur verið spennandi að ræða við alls kyns fólk erlendis. „Ég á svo auðvelt með að henda mér af fullum þunga í næsta verkefni án þess að klára almennilega að fara í gegnum hlutina þannig ég ætla að nýta páskana svolítið til að staldra við og skrifa niður hvað gerðist svo þetta verði ekki bara óljós minning.“ Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis BAFTA-verðlaunin Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Aldís Amah er nýkomin heim eftir ævintýraríka hátíðarhelgi en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá. „Ég er mjög léleg í því að staldra við og lifa í augnablikinu. Ég er að vinna í því, segir Aldís Amah kímin. „En ég er þannig séð lent eftir þetta ævintýri og auðvitað eru alls konar tilfinningar sem fylgja þessu.“ Hélt að eitthvað hræðilegt hefði gerst Árið hefur hingað til verið einstaklega ævintýraríkt hjá Aldísi en hún er búin að vera á flakki á milli Los Angeles og Bretlands. „Ég var bókstaflega að keyra út á flugvöll á leið til LA þegar ég fæ SMS frá Ninja Theory, sem er fyrirtækið sem framleiðir tölvuleikinn, þar sem þau óska mér til hamingju með tilnefninguna. Ég var að heyra af því í fyrsta skipti þar og þrykkti símanum í gólfið í sjokki. Kolli hélt að eitthvað hræðilegt hefði gerst,“ segir Aldís hlæjandi og á við Kolbein Arnbjörnsson sem hún er í sambandi með. Aldís er búin að vera á miklu flakki undanfarnar vikur og hefur lent í mörgum ævintýrum!Aðsend BAFTA er ein virtasta kvikmyndahátíð Evrópu og var í ár haldin í 78. skipti. Þrátt fyrir að hafa ekki borið sigur úr bítum var tilnefningin mikill heiður. „Ég bjóst alls ekki við þessari tilnefningu en ég vissi auðvitað að þetta væri mjög virtur leikur. Fyrirtækið heitir Ninja Theory og Hell Blade kemur upphaflega út 2017 og hefur unnið til fjölda verðlauna. Leikurinn fjallar um geðhvarfasýki á virkilega flottan hátt, þetta gerist í fantasíuheimi fyrir mörg hundruð árum síðan. Maður gerði því alveg ráð fyrir að leiknum væri að fara að ganga vel. Teymið var tilnefnt í ellefu flokkum en þetta árið unnum við bara í einni kategoríu.“ Mögulega verið að lyfta upp léttari söguþræði Aldís segir að hátíðirnar séu alltaf í takt við samtímann og því sé áhugavert að sjá hverjir hljóta verðlaun hverju sinni. „Einn hryllings-leikur frá litlu skosku fyrirtæki vakti athygli og sömuleiðis var leikurinn Astro Bot sem minnir á gömlu Super Mario sigursæll. Það er svo mikið þungt í gangi í heiminum þannig það getur verið að það sé verið að lyfta upp léttari söguþráðum en maður veit auðvitað aldrei alveg, það er bara gaman að velta þessu fyrir sér.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Amah Hamilton (@aldisamah) Aldís flaug út til Los Angeles 5. mars síðastliðinn og hefur nánast verið erlendis síðan þá. „Þessi LA ferð var mikið ævintýri vægast sagt og það var auðvitað mjög gott að geta sagt á fundum úti að ég væri tilnefnd til BAFTA verðlauna. Svo fékk ég boð um að fara í svokallaðan master class á vegum BAFTA í London og var flogið þangað frá LA. Svo kem ég heim í nokkra daga og flýg aftur til London á afmælinu mínu 6. apríl. Kolli komst ekki með því hann var að forsýna Reykjavík 112 sem hófst á nákvæmlega sama tíma og verðlauna-afhendingin. Algjör óheppni en líka algjört kampavínsvandamál. Þegar ég flaug þarna út á afmælinu mínu var ég óvænt uppfærð á Saga Class vegna yfirbókunar aftur í, talandi um skrifað í skýin! Svo var sama fyrsta freyja að fljúga með mig heim, svo ekta íslenskt og það er dásamlegt.“ Leið mjög þægilega í prufunum Aldís fékk tölvuleikjahlutverkið á sínum tíma í gegnum casting síðuna Spotlight sem hún mælir með við alla leikara að skrá sig á. „Ég fer upphaflega í prufu árið 2022 og það var mikil leynd yfir því hvað ég væri að fara í prufu fyrir. Það var mjög fyndið því mig grunaði svo sterklega að þetta væri fyrir Hell Blade. Kolli hafði nefnilega farið í prufu fyrir talsetningu á stiklu fyrir leikinn og ef þú fylgist með tölvuleikjaheiminum var auðvelt að skynja að þetta væri þetta verkefni. Þegar ég fór í prufuna var allt gert undir leyninöfnum og ég var handviss um að þetta væri Hell blade. Ég var auðvitað ógeðslega spennt fyrir því og tveimur vikum eftir fyrstu prufu fæ ég boð um að koma aftur og hitti leikstjórann þá í gegnum Zoom.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Amah Hamilton (@aldisamah) Hún segist strax hafa fengið góða tilfinningu fyrir prufunni og hreppti auðvitað hlutverkið. „Það er svo auðvelt að segja það eftir á en ég fann eitthvað á mér. Í prufunni var allt svo kunnuglegt, tilfinningarnar, orkan og stemningin, og ég tengdi svo mikið við karakterinn og hvaðan hann var að koma. Mér leið rosalega vel í öllu ferlinu og auðvitað ber maður það með sér. Þegar þú ert að ráða í hlutverk hlýtur það að vera plús að sjá hvað leikaranum líður vel í hlutverkinu.“ Ekki þaulvön rauða dreglinum Aldís skein skært á rauða dreglinum á BAFTA games verðlaunum en er ekki eins reynslumikil þar og margur gæti haldið. „Ég hef nefnilega alls ekki farið á marga dregla. Ég hef kannski farið þrisvar á Edduverðlaunin yfir ævi mína og einu sinni verið tilnefnd fyrir Svörtu Sanda. Við fórum á Berlinale reyndar en það var í Covid og við leikarahópurinn þurfum meira að segja að virða tveggja metra regluna okkar á milli.“ Þetta var svolítið mikið öðruvísi núna og auðvitað dregill af öðru kaliberi. „Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér. Þetta er líka bara af virðingu við aðra. Að ætla að smækka sig þegar maður fær svona stórt tækifæri, það er bara dónaskapur að mínu mati, allavega ef maður hefur egóið til að sleppa því.“ Algóriþminn skemmdi kjólinn Það var svo mikið ævintýri að finna rétta kjólinn fyrir stóra stund sem þessa. „Ég byrjaði úti í LA að reyna að finna mér eitthvað. Ég er mjög mikið fyrir hæga tísku (e. slow fashion) og 95 prósent af því sem ég kaupi er notað. Ég leitaði endalaust af netinu af fallegum kjólum sem tikkuðu í þessi box og það var smá basl því tíminn var ekki að vinna með manni, ef ég ætlaði til dæmis að skila einhverju og annað. Ég verð líka bara að koma því á framfæri að ég syrgi Spjöru fataleigu svo harkalega. Ég hefði án alls efa viljað leigja mér kjól þar en mér fannst það eini staðurinn á Íslandi sem bauð upp á svona eftirtektarverðar flíkur fyrir viðburði sem þessa.“ Aldís endaði svo á að finna umhverfisvæna vegan verslun í Los Angeles sem seldi fallega kjóla. „Ég finn einn sem ég elska og kaupi mér hann. Svo skemmir „algóriþminn“ á Instagram þetta algjörlega fyrir mér. Ég var búin að vera að skoða síðuna svo mikið þar að ég fer að fá upp alls konar auglýsingar frá þeim af konum í kjólnum mínum að ganga um ströndina, kíkja í verslunarmiðstöð og skella sér í bröns. Það eyðilagði auðvitað algjörlega það sem ég var búin að sjá fyrir mér, mig langaði ekki að mæta í kjól á rauða dregilinn sem Instagram sagði að væri fullkominn til þess að fara að versla í.“ Þakklát fyrir hreinskilnar vinkonur Aldís segist þó ekki sjá eftir kaupunum þar sem kjóllinn verði vel nýttur í brúðkaup, afmæli og aðra viðburði. „En þarna var ég aftur komin á núllpunkt. Þegar ég er í London fer ég svo að spyrjast fyrir og þá kemur í ljós að það er endalaust af trylltum kjólaleigum úti. Tískuhúsið Selfridges er til dæmis með kjólaleigu sem heitir Hurr og ég mæli svo mikið með þessu fyrir fólk sem er að fara á viðburði í London.“ Hún kembdi kjólaleigusíðuna hátt og lágt og finnur að lokum kjól sem hún taldi vera algjöra neglu. „Ég hugsaði bara vá, ég er að fara að líta út eins og Óskarsverðlaunastytta og ég ætla bara algjörlega úr karakter og alla leið í glamúrnum. Kjóllinn átti að vera í miðnæturgylltum lit og hann var að fara að vera fullkominn.“ Kjóll sem Aldís hélt að yrði fullkominn en þegar hún mátaði hann fannst henni hann eiga betur við til dæmis sextán ára afmælisveislu.Aðsend Þegar Aldís mátaði svo kjólinn reyndist raunin önnur. „Þetta var sum sé bleikur pallíettukjól og það var eins og ég væri að fara að fagna sextán ára afmælinu mínu með stæl. Ég bað vinkonur mínar um álit og hélt að þær myndu kannski stappa í mig stálinu en sem betur fer bara voru þær mjög hreinskilnar,“ segir Aldís og hlær. „Ég fer því í neyðar leiðangur að reyna að redda mér kjól daginn fyrir hátíðina, auðvitað með mín gildi á lofti. Ég komst þá að því að það væri ein verslun á vegum Selfridges og Hurr sem bauð upp á það að maður kæmi og mátaði. Það voru reyndar frekar fáir kjólar, oft ein valin stærð í boði og alveg undir lokin var ég við það að gefa upp vonina þegar ég rekst á þennan glæsilega kjól á síðasta rakkanum. Hann var í stærð fyrir neðan mína en ég ákvað að máta hann og kjóllinn passaði eins og hanski.“ Leigði draumakjólinn kvöldið fyrir hátíðina Í þetta skipti fékk Aldís fullt hús stiga frá vinkonum hennar og kjóllinn, sem er frá merkinu LoveShackFancy, var meira að segja með ódýrari leigu en hinir sem hún hafði skoðað á netinu. „Aftur var þetta algjörlega skrifað í skýin og það trúir því eiginlega enginn að ég hafi fundið drauma leigukjól kvöldið áður. Hann átti að kosta 770 pund og ég leigði á 90 pund, augljóslega mjög mikið þess virði. Þetta er líka svo auðvelt, þú færð bara poka sem er merktur fyrir póstinn, setur kjólinn í pokann þegar þú ert búin að nota hann og droppar honum í hvaða pósthólf sem er. Ég skildi hann eftir á hótelinu í póstkassa og það er svo þægilegt að þú þarf ekkert að hafa fyrir því að vera í kapphlaupi við tímann.“ Aldís fann draumakjólinn að lokum. Aðsend Brúnkukremið spilaði líka veigamikið hlutverk fyrir lúkkið og þrátt fyrir að gleyma hönskum fyrir brúnkukremið heima reddaði Aldís sér. „Ég gleymdi tanhanska og notaði uppþvottahanska í staðinn til að setja á mig brúnku. Held ég hafi aldrei verið eins jafnt brún og núna lykta uppþvottahanskarnir mínir mjög vel,“ segir hún kímin. Uppþvottahanski og brúnkukrem er alvöru kombó.Aðsend Aldís er reynslunni ríkari á ýmsa vegu eftir ferðina. Hún er til dæmis nú mjög vel að sér í alls kyns þægilegri þjónustu sem er í boði í Bretlandi. „Ég verð að mæla með öðru fyrir þau sem eru á leið á viðburð í London. Forritið Ruuby er ótrúlega þægilegt fyrir alls kyns bókanir, með einu klikki geturðu bókað allt frá nuddi yfir í hár, förðun, neglur og annað. Ég er vegan þannig að það skipti mig miklu máli að geta bókað förðunarfræðing sem notar bara vegan vörur. Ég vona að þessi meðvitund rati til Íslands fljótlega.“ Kampavín og fimm stjörnu hótel eftir harkið Það reyndist þó svolítið erfitt fyrir Aldísi að finna förðunarfræðing með stuttum fyrirvara þar sem flest allar sem notuðust við vegan vörur voru bókaðar. „Kvöldið fyrir var allt að fara í skrúfuna hjá mér og ég var að fríka út. Ég fann að lokum förðunarfræðing sem notast bara við vegan vörur og er sjálf grænmetisæta og ég var algjörlega í skýjunum með hana. Við áttum dásamlega stund fyrir hátíðina en ég var sett á fimm stjörnu hótel, The Langham, og hótelið gaf mér afmælisgjöf og kampavín. Ég skil að fólk hafi skiptar skoðanir á verðlaunahátíðum, auðvitað er ekkert hægt að setja kalt mat á listform. En þetta þýðir samt heilan helling og flestir í þessum bransa taka þátt í þessu.“ Aldís var í skýjunum með förðunina.Aðsend Hún segir sömuleiðis auðvelt að halda að bransinn einkennist bara af stjörnustundum. „Þú sérð uppstrílað glæsilegt fólk og hugsar vá hvað hún hefur það gott. En þarna að baki er svo mikið hark, stanslaus framtíðarkvíði og afkomukvíði, sjálfsefi og annað. Svona hátíðir eru í raun eins og stór árshátíð fyrir listamenn. Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Mikilvægt að sleppa samanburði Í þessum bransa segir Aldís líka mikilvægt að minna sig stöðugt að á vera ekki í samanburði. „Ef ég ætti að gefa gott ráð fyrir svona upplifun er það að passa sig vel á þessu, það getur verið hættulegt að detta í þá gryfju að fara í samanburð. Þegar ég var að tjékka mig inn á hótelið fann ég allt í einu að ég varð smá lítil í mér að ég væri með smá sjúskaða ferðatösku og í hvítum skóm sem voru ekki alveg hreinir. Ég fór strax að finna fyrir smá minnimáttarkennd en það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að detta ekki í samanburðinn. Þú ert aldrei minni manneskja þó þú sért ekki frá toppi til táar í einhverju rándýru og glænýju. Maður þarf að vera meðvitaður um að stundum eru þetta falskar tilfinningar sem poppa upp hjá manni.“ Aldís Amah naut sín í botn á hátíðinni.Aðsend „Eins og einhver hefði dælt bótoxi í taugakerfið mitt“ Hún segir sömuleiðis að rauði dregillinn sé allt öðruvísi upplifun en margir halda. „Þetta er algjör geðveiki. Þegar þú mætir er PR manneskja sem tekur á móti þér og deilir þér niður á viðtöl. Þú veist svo ekkert hvort þau koma út eða ekki, ég fór í einhver viðtöl sem ég hef ekki séð neins staðar. En maður gerir sitt besta og svo ferðu í röð og stendur fyrir framan myndavélarnar þar sem ljósmyndarar kalla: Horfðu hingað, horfðu hingað, þú ert glæsileg. Ég þorði ekki að blikka einu sinni,“ segir Aldís og skellir upp úr. Aldís segist varla hafa blikkað á dreglinum. Dave Benett/Getty Images „Ég sá myndband af mér af dreglinum þar sem það er eins og ég sé frosin, eins og einhver hafi dælt bótoxi í taugakerfið mitt. En þegar dregilinn er búinn ferðu inn, færð þér drykk og sest í þitt sæti. Mér leið bókstaflega eins og ég hafi blikkað og þá var kvöldið búið, þetta flaug hjá á einu augnabliki.“ Næsta skref hjá Aldísi er svo að fara í leit að umboðsmanni í Bretlandi og það hefur verið spennandi að ræða við alls kyns fólk erlendis. „Ég á svo auðvelt með að henda mér af fullum þunga í næsta verkefni án þess að klára almennilega að fara í gegnum hlutina þannig ég ætla að nýta páskana svolítið til að staldra við og skrifa niður hvað gerðist svo þetta verði ekki bara óljós minning.“
Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis BAFTA-verðlaunin Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira