Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, skein skært í kosningapartýi flokksins í Kolaportinu um helgina umkringd flokksfélögum, bestu vinum og sínum heittelskaða Árna Steini. Ragna klæddist glansandi svörtum kjól og skartaði að sjálfsögðu rauðum varalit við.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ás­laug Arna fékk „elegant“ kind í af­mælis­gjöf

Sjálfstæðiskonan og ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagnaði 34 ára afmæli sínu á kosningadag með flokksfélögum sínum og stuðningsmönnum í Sjálfstæðissalnum sem áður var Nasa. Hún fékk einstaka afmælisgjöf frá góðum vinum sem vísaði í ummæli sem Össur Skarphéðinsson lét falla snemma í kosningabaráttunni. 

Lífið
Fréttamynd

Flott klæddir feðgar

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur verið í deiglunni að undanförnu og hefur klæðaburður hans ekki síst vakið athygli. Ástráður er með einstakan stíl og er hrifinn af óhefðbundnum settum. Sonur hans, plötusnúðurinn og viðburðahaldarinn Snorri Ástráðsson, á ekki langt að sækja tískuinnblásturinn en hann er sömuleiðis þekktur fyrir að fara töff leiðir í tískunni. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle

Fischersunds systkinin Jónsi, Inga, Lilja og Sigurrós Birgisbörn standa fyrir glæsilegri listasýningu í Norræna safninu í Seattle, Bandaríkjunum um þessar mundir. Gestum er boðið í ferðalag lyktar, hljóðs og listsköpunar á þessari fyrstu safnasýningu þeirra sem opnaði með glæsibrag samhliða tónleikum Jónsa, sem er hvað þekktastur sem söngvari sveitarinnar Sigur Rós, ásamt Sin Fang og Kjartani Holm.

Lífið
Fréttamynd

Frelsaði hús­gögn Bryn­hildar

Í nýjasta þætti af Skreytum hús fékk Soffía Dögg Garðarsdóttir það skemmtilega verkefni að aðstoða Brynhildi við að taka stofuna hennar í gegn.

Lífið
Fréttamynd

„Það er enginn séns að reyna alltaf að út­skýra sig“

„Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Inni í öllum sársauka er fegurð, það er staðreynd. Ég hef upplifað það frá mjög ungum aldri. Maður verður að nýta öll tólin til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig,“ segir tónlistarkonan og íslenska stórstjarnan Bríet. Blaðamaður ræddi við hana um farsælan feril, tilveruna, hæðir og lægðir og margt fleira.

Tónlist
Fréttamynd

Crocs skór nú einnig fyrir hunda

Bandaríski skóframleiðandinn Crocs hóf nýverið sölu á skóm fyrir hunda. Þeir sameinuðu krafta sína við hundavöruframleiðandann Bark og hönnuðu saman nýja línu af svokölluðum Pet Clogs, eða gæludýraklossum, sem er sögð svörun við áralangri eftirspurn hundaeigenda.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarverðlaunin 2024: Verð­launuð fyrir Smiðju

Það var mikið um dýrðir í Grósku síðastliðinn fimmtudag þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að dagurinn hafi hafist á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Með 120 þúsund króna Dior der í golfi

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og áhrifavaldur, nýtur lífsins með fjölskyldunni í sólinni á erlendri grundu. Hún birti mynd á Instagram af sér á golfvelli, klædd í smart golfdress og með blátt der frá franska tískuhúsinu Christian Dior.

Lífið
Fréttamynd

Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi

Það vantaði ekki upp á glæsileikann á galakvöldi safnsins LACMA í Los Angeles borg um helgina þegar stórstjörnur komu saman í sínu fínasta pússi. Margir hverjir klæddust nýjustu tískustraumunum frá tískuhúsinu Gucci, þar á meðal Kim Kardashian, sem skartaði líka gömlum fjólubláum krossi frá Díönu prinsessu við mjög fleginn hvítan kjól. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Líf og fjör hjá Ís­lendingum á virtri há­tíð í Ber­lín

„Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hlutir sem skapa nota­lega stemningu á heimilinu

Nóvember er genginn í garð og vetur konungur farinn að minna á sig. Nú er tíminn til að tendra á kertum og umvefja heimilið hlýlegri stemningu. Stofurýmið er aðalvistvera fólks, en það eru oftar en ekki smáatriðin sem skipta mestu máli. Hér að neðan má finna nokkrar hugmyndir sem gefa heimilinu aukna hlýju og karakter.

Lífið
Fréttamynd

Adidas og Ye sættast

Þýski íþróttavoruframleiðandinn Adidas og rapparinn Ye, áður Kanye West, hafa náð sáttum eftir að hafa staðið í málaferlum síðan Adidas sleit samstarfi við rapparann árið 2022.

Viðskipti erlent