Þau allra nettustu á Met Gala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. maí 2025 09:41 Zendaya, Janelle Monae, Kim Kardashian og Diana Ross voru ekkert smá glæsilegar á Met Gala í gær. SAMSETT Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta. Hátíska, menning og upplifun rennur saman í eitt þar sem einhverjar dýrustu flíkur sögunnar njóta sín á kroppum stjarnanna. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig og á ári hverju er gefið út ákveðið þema. Þemað í ár snýr að því að fagna og heiðra stefnur og strauma svartra klæðskera og hönnuða síðastliðin 300 ár og ber yfirskriftina Superfine: Tailoring Black Style. Sömuleiðis er einblýnt á að flíkurnar séu sniðnar að stjörnunum sem klæðast þeim og endurspegla karakter þeirra að sama skapi. Svokallaður svartur dandyismi verður þar í forgrunni og glæsileikinn lét svo sannarlega á sér bera. View this post on Instagram A post shared by The Metropolitan Museum of Art (@metmuseum) Ótal margir skinu sitt allra skærasta í gærkvöldi og var augljóst að fólki leið gríðarlega vel í klæðunum. Rihanna var ákveðinn senuþjófur kvöldsins þar sem hún mætti í geggjuðum Marc Jacobs klæðum og afhjúpaði óléttukúlu. Í kjölfar galakvöldsins opnar sýning á þessu heimsfræga safni sem stendur fram til lok október. Met Gala er líklega eitt umtalaðasta kvöld ársins og ekki að ástæðulausu. Hattar, sturluðustu dragtir sögunnar, skemmtilegir fylgihlutir og töffaraskalinn sprengdur. Hér má sjá þau sem báru af á dreglinum á Met Gala 2025: Tónlistarkonan Andra Day ekkert eðlilega nett í áberandi bleiku frá toppi til táar. Jamie McCarthy/Getty Images Einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi á Spotify, reggeaton prinsinn J Balvin, var í skýjunum í ljósbleikum drauma jakkafötum frá Marc Jacobs að sjálfsögðu með hatt við enda fátt smartara en góður hattur!John Shearer/WireImage Breska leikkonan Jodie Turner-Smith í algjörlega stórglæsilegu dökkrauðu leðurfitti frá tískuhúsinu Burberry með ævintýralegan hatt við.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Puerto-ríski rapparinn og tónlistarmaðurinn Bad Bunny með smáatriðin upp á tíu og geggjaða hanska í öllu Prada. Tískukóngur!John Shearer/WireImage Einhver flottustu hjón heims tónlistarfólkið Alicia Keys og Swizz Beatz súperfine á því í stíl í Moncler. Vá!!!Jamie McCarthy/Getty Images Rísandi súperstjarnan og rapparinn Doechii leið greinilega vel í þessari einstöku Louis Vuitton stuttbuxnadragt. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Tískufrömuðurinn Dapper Dan veit hvað hann syngur og hefur alltaf kunnað á stíl betur en flestir aðrir.Dia Dipasupil/Getty Images Leikarinn og tónlistarundrið Janelle Monáe fer listrænar leiðir í bókstaflega öllu og rokkaði rauða, svarta og hvíta pilsa dragt frá Thom Browne með klukku fyrir öðru auganu og að sjálfsögðu, til að toppa allt - hatt!Theo Wargo/FilmMagic Diskó drottningin Diana Ross kom, sá og sigraði á rauða (eða öllu heldur bláa) dreglinum í sérsníðuðum fjaðrakjól með flottasta hatt kvöldsins. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong'o ljósblár draumur í pastelparadís frá Chanel. Hún er bókstaflega alltaf ein best klædda á öllum dreglum og hefur verið það frá því hún skaust fyrst fram á sjónarsviðið.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Zendaya, hvað get ég sagt. Súperstjarna og ofurleikkona með meiru. Finn varla orð yfir það hvað þetta er stílhreint og sturlað lúkk. Vildi að ég gæti gift mig aftur til að geta verið í þessari Louis Vuitton dragt og með þennan hatt!Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Doja Cat popp og rapp prinsessan er alltaf óhrædd við að fara út fyrir kassann í klæðaburði og tjáningu og er í fáránlega skemmtilegum og stórglæsilegum samfesting frá Marc Jacobs. John Shearer/WireImage Brian Tyree Henry leikari svo glæsilegur í sérhönnuðum klæðnaði frá Orange Culture Nigeria. Dia Dipasupil/Getty Images Oh Miley Cyrus þú ert svo stórfengleik í þessu tryllta Alaïa fitti. Alaïa varð að goðsögn út frá kvikmyndinni Clueless, þau sem vita þau vita. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Tónlistarkonan Coco Jones í hand bróderuðum algjörlega óaðfinnanlegum klæðum sem öskra gala og glæsileiki.Jamie McCarthy/Getty Images Blackpink K-popp stjarnan Jennie í trufluðum klæðnaði frá Chanel sem tók litla 330 klukkutíma að búa til.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Tískukóngurinn Pharrell Williams hannaði sinn eigin klæðnað fyrir Met Gala ásamt teymi sínu hjá Louis Vuitton. Handgerður perujakkinn skein sannarlega skært. Dia Dipasupil/Getty Images Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er órjúfanlegur hluti af Met Gala og hefur alltaf mætt frá árinu 2013. Hún fer alltaf frumlegar leiðir og er ekkert eðlilega flott á því í svörtu leðri frá Chrome Hearts.TheStewartofNY/Getty Images Sabrina Carpenter poppstjarna algjör glæsidúlla í vel sniðnum samfesting frá Louis Vuitton.Jamie McCarthy/Getty Images Hunter Schafer leikkona úr Euphoria í trufluðu svart hvítu og fáránlega vel sniðnu fitti, alvöru Prada skvísa hér á ferð.Savion Washington/Getty Images Tónlistarmaðurinn ástsæli Shaboozey hefur gert allt vitlaust með laginu A bar song (Tipsy) og var glæsilegur með bláu perlurnar og hattinn.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue) Fyrirsætan Christian Latchman í fallegu flæði. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Teyana Taylor tónlistarkona og dansari trufluð í sérsníðuðum klæðum frá Ruth E. Carter og Marc Jacobs sem hún sagði að hefðu verið Taylord á hana. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Gullstúlkan og ofurfyrirsætan Gigi Hadid dásamleg í MiuMiu.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Fyrirsætan Imaan Hammam flottust í Madga Butrym. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Poppstjarnan Rihanna afhjúpaði óléttuna í stórglæsilegu Marc Jacobs.Theo Wargo/FilmMagic Savannah James eiginkona JeBron James körfuboltakappa þurfti að mæta án hennar heittelskaða þar sem hann komst ekki vegna meiðsla. Hún kom, sá og sigraði dregilinn engu að síður! Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Tíska og hönnun Laufey Lín Bandaríkin Menning Hollywood Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Hátíska, menning og upplifun rennur saman í eitt þar sem einhverjar dýrustu flíkur sögunnar njóta sín á kroppum stjarnanna. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig og á ári hverju er gefið út ákveðið þema. Þemað í ár snýr að því að fagna og heiðra stefnur og strauma svartra klæðskera og hönnuða síðastliðin 300 ár og ber yfirskriftina Superfine: Tailoring Black Style. Sömuleiðis er einblýnt á að flíkurnar séu sniðnar að stjörnunum sem klæðast þeim og endurspegla karakter þeirra að sama skapi. Svokallaður svartur dandyismi verður þar í forgrunni og glæsileikinn lét svo sannarlega á sér bera. View this post on Instagram A post shared by The Metropolitan Museum of Art (@metmuseum) Ótal margir skinu sitt allra skærasta í gærkvöldi og var augljóst að fólki leið gríðarlega vel í klæðunum. Rihanna var ákveðinn senuþjófur kvöldsins þar sem hún mætti í geggjuðum Marc Jacobs klæðum og afhjúpaði óléttukúlu. Í kjölfar galakvöldsins opnar sýning á þessu heimsfræga safni sem stendur fram til lok október. Met Gala er líklega eitt umtalaðasta kvöld ársins og ekki að ástæðulausu. Hattar, sturluðustu dragtir sögunnar, skemmtilegir fylgihlutir og töffaraskalinn sprengdur. Hér má sjá þau sem báru af á dreglinum á Met Gala 2025: Tónlistarkonan Andra Day ekkert eðlilega nett í áberandi bleiku frá toppi til táar. Jamie McCarthy/Getty Images Einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi á Spotify, reggeaton prinsinn J Balvin, var í skýjunum í ljósbleikum drauma jakkafötum frá Marc Jacobs að sjálfsögðu með hatt við enda fátt smartara en góður hattur!John Shearer/WireImage Breska leikkonan Jodie Turner-Smith í algjörlega stórglæsilegu dökkrauðu leðurfitti frá tískuhúsinu Burberry með ævintýralegan hatt við.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Puerto-ríski rapparinn og tónlistarmaðurinn Bad Bunny með smáatriðin upp á tíu og geggjaða hanska í öllu Prada. Tískukóngur!John Shearer/WireImage Einhver flottustu hjón heims tónlistarfólkið Alicia Keys og Swizz Beatz súperfine á því í stíl í Moncler. Vá!!!Jamie McCarthy/Getty Images Rísandi súperstjarnan og rapparinn Doechii leið greinilega vel í þessari einstöku Louis Vuitton stuttbuxnadragt. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Tískufrömuðurinn Dapper Dan veit hvað hann syngur og hefur alltaf kunnað á stíl betur en flestir aðrir.Dia Dipasupil/Getty Images Leikarinn og tónlistarundrið Janelle Monáe fer listrænar leiðir í bókstaflega öllu og rokkaði rauða, svarta og hvíta pilsa dragt frá Thom Browne með klukku fyrir öðru auganu og að sjálfsögðu, til að toppa allt - hatt!Theo Wargo/FilmMagic Diskó drottningin Diana Ross kom, sá og sigraði á rauða (eða öllu heldur bláa) dreglinum í sérsníðuðum fjaðrakjól með flottasta hatt kvöldsins. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong'o ljósblár draumur í pastelparadís frá Chanel. Hún er bókstaflega alltaf ein best klædda á öllum dreglum og hefur verið það frá því hún skaust fyrst fram á sjónarsviðið.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Zendaya, hvað get ég sagt. Súperstjarna og ofurleikkona með meiru. Finn varla orð yfir það hvað þetta er stílhreint og sturlað lúkk. Vildi að ég gæti gift mig aftur til að geta verið í þessari Louis Vuitton dragt og með þennan hatt!Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Doja Cat popp og rapp prinsessan er alltaf óhrædd við að fara út fyrir kassann í klæðaburði og tjáningu og er í fáránlega skemmtilegum og stórglæsilegum samfesting frá Marc Jacobs. John Shearer/WireImage Brian Tyree Henry leikari svo glæsilegur í sérhönnuðum klæðnaði frá Orange Culture Nigeria. Dia Dipasupil/Getty Images Oh Miley Cyrus þú ert svo stórfengleik í þessu tryllta Alaïa fitti. Alaïa varð að goðsögn út frá kvikmyndinni Clueless, þau sem vita þau vita. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Tónlistarkonan Coco Jones í hand bróderuðum algjörlega óaðfinnanlegum klæðum sem öskra gala og glæsileiki.Jamie McCarthy/Getty Images Blackpink K-popp stjarnan Jennie í trufluðum klæðnaði frá Chanel sem tók litla 330 klukkutíma að búa til.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Tískukóngurinn Pharrell Williams hannaði sinn eigin klæðnað fyrir Met Gala ásamt teymi sínu hjá Louis Vuitton. Handgerður perujakkinn skein sannarlega skært. Dia Dipasupil/Getty Images Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er órjúfanlegur hluti af Met Gala og hefur alltaf mætt frá árinu 2013. Hún fer alltaf frumlegar leiðir og er ekkert eðlilega flott á því í svörtu leðri frá Chrome Hearts.TheStewartofNY/Getty Images Sabrina Carpenter poppstjarna algjör glæsidúlla í vel sniðnum samfesting frá Louis Vuitton.Jamie McCarthy/Getty Images Hunter Schafer leikkona úr Euphoria í trufluðu svart hvítu og fáránlega vel sniðnu fitti, alvöru Prada skvísa hér á ferð.Savion Washington/Getty Images Tónlistarmaðurinn ástsæli Shaboozey hefur gert allt vitlaust með laginu A bar song (Tipsy) og var glæsilegur með bláu perlurnar og hattinn.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue) Fyrirsætan Christian Latchman í fallegu flæði. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Teyana Taylor tónlistarkona og dansari trufluð í sérsníðuðum klæðum frá Ruth E. Carter og Marc Jacobs sem hún sagði að hefðu verið Taylord á hana. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Gullstúlkan og ofurfyrirsætan Gigi Hadid dásamleg í MiuMiu.Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Fyrirsætan Imaan Hammam flottust í Madga Butrym. Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue Poppstjarnan Rihanna afhjúpaði óléttuna í stórglæsilegu Marc Jacobs.Theo Wargo/FilmMagic Savannah James eiginkona JeBron James körfuboltakappa þurfti að mæta án hennar heittelskaða þar sem hann komst ekki vegna meiðsla. Hún kom, sá og sigraði dregilinn engu að síður! Dimitrios Kambouris/Getty Images for The Met Museum/Vogue
Tíska og hönnun Laufey Lín Bandaríkin Menning Hollywood Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira