Ragnheiður Tryggvadóttir: Kakó á brúsa og smurt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. júní 2010 06:00 Hæ hó jibbíjei og jibbíjei sönglar í höfðinu á mér í dag, þjóðhátíðardaginn. Fólk fer að tygja sig niður í bæ fljótlega, bregður sér í betri fötin og stingur niður regnhlífum til öryggis. Svo hefst hringsólið við að finna stæði, rosaleg mannmergð er þetta alltaf hreint. hátíðahöldin þann 17. júní fóru fram í litlu skógarrjóðri í minni sveit. Þar söfnuðust sveitungarnir saman, grilluðu pylsur og léku leiki. Í minningunni var aldrei rigning þennan dag, frekar að þyrfti að berja frá sér mývargi í sólinni. Í minningunni hljóma hlátrasköllin og skvaldur fólksins í rjóðrinu, þar sem hver fjölskylda kom sér fyrir á köflóttu ullarteppi í kringum blettinn þar sem skemmtiatriðin fóru fram. Saftflöskur komu upp úr kæliboxum, smurt brauð kom upp úr kökudunkum, í mörgum lögum með smjörpappír á milli. Ég man eftir spenningnum yfir því að eiga að borða úti. Setjast flötum beinum á teppi meðan mamma tíndi upp úr nestistöskunni glerglösin, vafin inn í viskustykki og kakó eða djúsblöndu á brúsa. Stundum fengum við kókómjólk með röri að drekka, sem var rosa mikið sport. Eitthvert árið höfðu framtakssamir menn í ungmennafélagi sveitarinnar látið hlaða upp grilli í einu horni rjóðursins og eftir það voru grillaðar pylsur fastur hluti hátíðahaldanna og fylltu rjóðrið reyk og brunailmi. Hátíðin var líka eitt tækifærið af ekki allt of mörgum sem við krakkarnir í sveitinni hittumst yfir sumarið. Því var alltaf mikið fjör. Keppt var í reiptogi og þá gjarnan skipt í lið eftir því hvoru megin fljótsins maður bjó. Stundum var pokahlaup og stundum farið í ratleik í skóginum. Eftir dagskrána í rjóðrinu var spilaður fjöldafótbolti á grundinni og allir fengu að vera með, líka við litlu krakkarnir. Þar sem ég treðst gegnum mannmergðina á 17. júní í miðborg Reykjavíkur og kemst hvorki lönd né strönd er ekki laust við að sveitamaðurinn komi upp í mér og ég hugsi til litlu hátíðarinnar í skóginum. Með kandífloss í hárinu sem einhver klessti á hausinn á mér þegar ég tróðst gegnum skóg af gasblöðrum, reyni ég að þurrka af gosið sem helltist niður á pilsið mitt í pulsuröðinni. Hér er hávaði, lúðrar eru þeyttir, krakkar blása í flautur og fólk er stanslaust hrópandi á einhvern sem er týndur. Þegar fyrstu regndroparnir taka að falla man ég svo auðvitað að ég gleymdi regnhlífinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Hæ hó jibbíjei og jibbíjei sönglar í höfðinu á mér í dag, þjóðhátíðardaginn. Fólk fer að tygja sig niður í bæ fljótlega, bregður sér í betri fötin og stingur niður regnhlífum til öryggis. Svo hefst hringsólið við að finna stæði, rosaleg mannmergð er þetta alltaf hreint. hátíðahöldin þann 17. júní fóru fram í litlu skógarrjóðri í minni sveit. Þar söfnuðust sveitungarnir saman, grilluðu pylsur og léku leiki. Í minningunni var aldrei rigning þennan dag, frekar að þyrfti að berja frá sér mývargi í sólinni. Í minningunni hljóma hlátrasköllin og skvaldur fólksins í rjóðrinu, þar sem hver fjölskylda kom sér fyrir á köflóttu ullarteppi í kringum blettinn þar sem skemmtiatriðin fóru fram. Saftflöskur komu upp úr kæliboxum, smurt brauð kom upp úr kökudunkum, í mörgum lögum með smjörpappír á milli. Ég man eftir spenningnum yfir því að eiga að borða úti. Setjast flötum beinum á teppi meðan mamma tíndi upp úr nestistöskunni glerglösin, vafin inn í viskustykki og kakó eða djúsblöndu á brúsa. Stundum fengum við kókómjólk með röri að drekka, sem var rosa mikið sport. Eitthvert árið höfðu framtakssamir menn í ungmennafélagi sveitarinnar látið hlaða upp grilli í einu horni rjóðursins og eftir það voru grillaðar pylsur fastur hluti hátíðahaldanna og fylltu rjóðrið reyk og brunailmi. Hátíðin var líka eitt tækifærið af ekki allt of mörgum sem við krakkarnir í sveitinni hittumst yfir sumarið. Því var alltaf mikið fjör. Keppt var í reiptogi og þá gjarnan skipt í lið eftir því hvoru megin fljótsins maður bjó. Stundum var pokahlaup og stundum farið í ratleik í skóginum. Eftir dagskrána í rjóðrinu var spilaður fjöldafótbolti á grundinni og allir fengu að vera með, líka við litlu krakkarnir. Þar sem ég treðst gegnum mannmergðina á 17. júní í miðborg Reykjavíkur og kemst hvorki lönd né strönd er ekki laust við að sveitamaðurinn komi upp í mér og ég hugsi til litlu hátíðarinnar í skóginum. Með kandífloss í hárinu sem einhver klessti á hausinn á mér þegar ég tróðst gegnum skóg af gasblöðrum, reyni ég að þurrka af gosið sem helltist niður á pilsið mitt í pulsuröðinni. Hér er hávaði, lúðrar eru þeyttir, krakkar blása í flautur og fólk er stanslaust hrópandi á einhvern sem er týndur. Þegar fyrstu regndroparnir taka að falla man ég svo auðvitað að ég gleymdi regnhlífinni.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun