Jack fer á bólakaf Freyr Bjarnason skrifar 27. maí 2010 08:00 Brimbrettatöffarinn söngelski er að gefa út sína sjöttu plötu, To The Sea. nordicphotos/getty Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn. Jack Johnson segir að titill plötunnar vísi til þess þegar faðir leiðir son sinn í átt til sjávarins þar sem sjórinn tákni undirmeðvitundina. „Platan snýst um að fara undir yfirborðið og læra að þekkja sjálfan sig," segir hann. „Ég á þrjú börn, þannig að platan snýst dálítið um fjölskyldumál. Bæði um mig sem son föður míns og með hvaða augum ég horfi á börnin mín. Ég er 34 ára og er á ákveðnum tímamótum í lífinu þar sem mér líður stundum eins og barni en stundum eins og föður. Platan snýst um alla þessa hluti." Johnson fæddist á Hawaii árið 1975. Faðir hans var mikill brimbrettakappi og ungur að árum fylgdi sonurinn í fótspor hans. Johnson vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína og gerðist atvinnumaður í faginu. Sá ferill stóð stutt yfir því þegar hann var sautján ára lenti hann í slæmu brimbrettaslysi. Hann vatt kvæði sínu í kross, útskrifaðist með kvikmyndagráðu frá Kaliforníuháskóla og sneri í auknum mæli að tónlistinni í frístundum sínum, þar sem Bob Dylan, Ben Harper og Jimi Hendrix voru á meðal áhrifavalda. Það var einmitt upptökustjóri Bens Harper, J.P. Plunier, sem fékk prufuupptökur frá Johnson í hendurnar og ákvað að taka upp fyrstu plötuna hans, Brushfire Fairytales. Síðan þá hefur aðdáendahópur Jack Johnson stækkað með hverri plötunni og hafa þær nú selst í hátt í tuttugu milljónum eintaka, þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki allir verið sammála um ágæti hans. Vinsældirnar koma samt ekki á óvart því tónlistin er sérlega sumarleg og léttleikandi og textarnir eru flestir uppfullir af bjartsýni, ást og gleði.Johnson er mikill umhverfisverndarsinni og til að mynda var nýja platan tekin upp í tveimur hljóðverum hans í Hawaii og í Los Angeles sem eru bæði knúin áfram af sólarorku. Síðastliðinn mánudag ákvað hann svo að kynna plötuna með því að halda tónleika við strönd borgarinnar Santa Monica í Los Angeles þar sem gestir voru hvattir til að hreinsa ströndina í leiðinni. Johnson hefur í nógu að snúast í sumar við að fylgja nýju plötunni eftir. Tónleikaferð um heiminn hefst um miðjan júní og á meðal viðkomustaða verða Hróarskelduhátíðin og Glastonbury á Englandi.Frá Jack Johnson Plöturnar: To The Sea (2010) Sleep Through The Static (2008) Sing-A-Longs and Lullabies For The Film Curious George (2006) In Between Dreams (2005) On And On (2003) Vinsæl lög: Flake (Brushfire Fairytales) Sitting, Waiting Wishing (In Between Dreams) Upside Down (Curious George) Angel (Sleep Through The Static) You And Your Heart (To The Sea) Heimildarmyndir: Thicker Than Water (2000) The September Sessions (2002) Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn. Jack Johnson segir að titill plötunnar vísi til þess þegar faðir leiðir son sinn í átt til sjávarins þar sem sjórinn tákni undirmeðvitundina. „Platan snýst um að fara undir yfirborðið og læra að þekkja sjálfan sig," segir hann. „Ég á þrjú börn, þannig að platan snýst dálítið um fjölskyldumál. Bæði um mig sem son föður míns og með hvaða augum ég horfi á börnin mín. Ég er 34 ára og er á ákveðnum tímamótum í lífinu þar sem mér líður stundum eins og barni en stundum eins og föður. Platan snýst um alla þessa hluti." Johnson fæddist á Hawaii árið 1975. Faðir hans var mikill brimbrettakappi og ungur að árum fylgdi sonurinn í fótspor hans. Johnson vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína og gerðist atvinnumaður í faginu. Sá ferill stóð stutt yfir því þegar hann var sautján ára lenti hann í slæmu brimbrettaslysi. Hann vatt kvæði sínu í kross, útskrifaðist með kvikmyndagráðu frá Kaliforníuháskóla og sneri í auknum mæli að tónlistinni í frístundum sínum, þar sem Bob Dylan, Ben Harper og Jimi Hendrix voru á meðal áhrifavalda. Það var einmitt upptökustjóri Bens Harper, J.P. Plunier, sem fékk prufuupptökur frá Johnson í hendurnar og ákvað að taka upp fyrstu plötuna hans, Brushfire Fairytales. Síðan þá hefur aðdáendahópur Jack Johnson stækkað með hverri plötunni og hafa þær nú selst í hátt í tuttugu milljónum eintaka, þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki allir verið sammála um ágæti hans. Vinsældirnar koma samt ekki á óvart því tónlistin er sérlega sumarleg og léttleikandi og textarnir eru flestir uppfullir af bjartsýni, ást og gleði.Johnson er mikill umhverfisverndarsinni og til að mynda var nýja platan tekin upp í tveimur hljóðverum hans í Hawaii og í Los Angeles sem eru bæði knúin áfram af sólarorku. Síðastliðinn mánudag ákvað hann svo að kynna plötuna með því að halda tónleika við strönd borgarinnar Santa Monica í Los Angeles þar sem gestir voru hvattir til að hreinsa ströndina í leiðinni. Johnson hefur í nógu að snúast í sumar við að fylgja nýju plötunni eftir. Tónleikaferð um heiminn hefst um miðjan júní og á meðal viðkomustaða verða Hróarskelduhátíðin og Glastonbury á Englandi.Frá Jack Johnson Plöturnar: To The Sea (2010) Sleep Through The Static (2008) Sing-A-Longs and Lullabies For The Film Curious George (2006) In Between Dreams (2005) On And On (2003) Vinsæl lög: Flake (Brushfire Fairytales) Sitting, Waiting Wishing (In Between Dreams) Upside Down (Curious George) Angel (Sleep Through The Static) You And Your Heart (To The Sea) Heimildarmyndir: Thicker Than Water (2000) The September Sessions (2002)
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira