Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2010 20:16 Kristrún Sigurjónsdóttir tók af skarið á æsispennandi lokamínútum leiksins. Mynd/Daníel Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Julia Demirer lét ekki hnémeiðslin aftra sér og var með tröllatvennu, 23 stig og 26 fráköst. Hún hafði greinilega gott af hvíldinni í þriðja leiknum. Það var ekki síst vegna hennar framlags að Hamarsliðið vann fráköstin 51-42 og því er áfram svo að það lið sem hefur unnið fráköstin í leikjum einvígisins hefur fagnað sigri. KR-liðið byrjaði mun betur með fyrirliðanna Hildi Sigurðardóttur í fararbroddi. Hildur var með 7 stig og 4 stoðsendingar í fyrsta leikhluta, KR komst mest 9 stigum yfir, 21-12, en var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutanum, 25-17. Julia Demirer var þarna komin með 9 stig og 8 fráköst en hún átti eftir að bæta við það. KR hélt áfram frumkvæðinu fyrri hluta annars leikhlutans og komst ellefu stigum yfir eftir aðra þriggja stiga körfu Jenny Pfeiffer-Finora á stuttum tíma, 38-27. Hamarsliðið kláraði hinsvegar annan leikhlutann með frábærum spretti og vann síðustu 5:37 mínúturnar í leikhlutanum 18-4, og komst þremur stigum yfir fyrir lok leikhlutans, 45-42. Koren Schram skoraði níu síðustu stig Hamars í leikhlutanum þar af þriggja stiga körfu rétt áður en lokaflautið gall. Julia Demirer var með 18 stig og 16 fráköst í hálfleiknum og nýtti sér það vel að Signý Hermannsdóttir var í villuvandræðum og gat aðeins spilað í 12 mínútur í fyrri hálfleiknum. Það var mikil spenna í upphafi þriðja leikhluta og það tók liðin tæpar fjórar mínútur að skora fyrstu stig leikhlutans. Þar var Guðbjörg Sverrisdóttir að verki. Hamar var síðan með frumkvæðið út leikhlutann og náði sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 60-54, eftir að Íris Ásgeirsdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir skoruðu saman átta síðustu stig liðsins í leikhlutanum. Hamar náði mest tíu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta, 67-67 og var síðan 72-63 yfir eftir þriggja stiga körfu frá Koren Schram þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir. Miðherjinn Signý Hermannsdóttir kveikti þá í KR-liðinu með magnaðri þriggja stiga körfu og einni og hálfri mínútu síðar var KR búið að skora tíu stig í röð og var komið yfir í 73-72. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, tók þá leikhlé og kom liði sínu aftur í gang. Hamar skoraði fjögur næstu stigin og landaði að lokum sex stiga sigri. Kristrún Sigurjónsdóttir var mjög öflug á spennuþrungnum lokamínútum leiksins, skoraði fjögur stig og átti eina stoðsendingu. Julia Demirer átti frábæran leik með Hamar, Koren Schram tók meira af skarið en hún er vön, Kristrún Sigurjónsdóttir nýtti sér reynslu sína í lokin og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði átta mikilvæg stig í seinni hálfleiknum. Hildur Sigurðardóttir byrjaði frábærlega en lenti í villuvandræðum líkt og Signý Hermannsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir en þær þrjár voru bestu leikmenn KR í leiknum.Hamar-KR 81-75 (45-42)Stig Hamars: Julia Demirer 23/26 fráköst/3 varin skot, Koren Schram 20/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/8 fráköst.Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 18/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/7 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Jenny Pfeiffer-Finora 14, Margrét Kara Sturludóttir 9/12 fráköst/6 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Julia Demirer lét ekki hnémeiðslin aftra sér og var með tröllatvennu, 23 stig og 26 fráköst. Hún hafði greinilega gott af hvíldinni í þriðja leiknum. Það var ekki síst vegna hennar framlags að Hamarsliðið vann fráköstin 51-42 og því er áfram svo að það lið sem hefur unnið fráköstin í leikjum einvígisins hefur fagnað sigri. KR-liðið byrjaði mun betur með fyrirliðanna Hildi Sigurðardóttur í fararbroddi. Hildur var með 7 stig og 4 stoðsendingar í fyrsta leikhluta, KR komst mest 9 stigum yfir, 21-12, en var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutanum, 25-17. Julia Demirer var þarna komin með 9 stig og 8 fráköst en hún átti eftir að bæta við það. KR hélt áfram frumkvæðinu fyrri hluta annars leikhlutans og komst ellefu stigum yfir eftir aðra þriggja stiga körfu Jenny Pfeiffer-Finora á stuttum tíma, 38-27. Hamarsliðið kláraði hinsvegar annan leikhlutann með frábærum spretti og vann síðustu 5:37 mínúturnar í leikhlutanum 18-4, og komst þremur stigum yfir fyrir lok leikhlutans, 45-42. Koren Schram skoraði níu síðustu stig Hamars í leikhlutanum þar af þriggja stiga körfu rétt áður en lokaflautið gall. Julia Demirer var með 18 stig og 16 fráköst í hálfleiknum og nýtti sér það vel að Signý Hermannsdóttir var í villuvandræðum og gat aðeins spilað í 12 mínútur í fyrri hálfleiknum. Það var mikil spenna í upphafi þriðja leikhluta og það tók liðin tæpar fjórar mínútur að skora fyrstu stig leikhlutans. Þar var Guðbjörg Sverrisdóttir að verki. Hamar var síðan með frumkvæðið út leikhlutann og náði sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 60-54, eftir að Íris Ásgeirsdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir skoruðu saman átta síðustu stig liðsins í leikhlutanum. Hamar náði mest tíu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta, 67-67 og var síðan 72-63 yfir eftir þriggja stiga körfu frá Koren Schram þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir. Miðherjinn Signý Hermannsdóttir kveikti þá í KR-liðinu með magnaðri þriggja stiga körfu og einni og hálfri mínútu síðar var KR búið að skora tíu stig í röð og var komið yfir í 73-72. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, tók þá leikhlé og kom liði sínu aftur í gang. Hamar skoraði fjögur næstu stigin og landaði að lokum sex stiga sigri. Kristrún Sigurjónsdóttir var mjög öflug á spennuþrungnum lokamínútum leiksins, skoraði fjögur stig og átti eina stoðsendingu. Julia Demirer átti frábæran leik með Hamar, Koren Schram tók meira af skarið en hún er vön, Kristrún Sigurjónsdóttir nýtti sér reynslu sína í lokin og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði átta mikilvæg stig í seinni hálfleiknum. Hildur Sigurðardóttir byrjaði frábærlega en lenti í villuvandræðum líkt og Signý Hermannsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir en þær þrjár voru bestu leikmenn KR í leiknum.Hamar-KR 81-75 (45-42)Stig Hamars: Julia Demirer 23/26 fráköst/3 varin skot, Koren Schram 20/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/8 fráköst.Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 18/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/7 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Jenny Pfeiffer-Finora 14, Margrét Kara Sturludóttir 9/12 fráköst/6 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira