Segir kjöraðstæður vera að skapast fyrir Vítisengla og Jón stóra Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. desember 2010 12:27 Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi. Fyrstu tölur sem birst hafa um afskriftir af skuldum fyrirtækja í bankakerfinu birtust á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að 272 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja og eignarhaldsfélaga frá byrjun síðasta árs. Friðrik Ó Friðriksson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir tölurnar hljóma eins og menn séu byrjaðir að taka leiðréttingar á skuldum fastari tökum en enn sé hér alltof varlega og hægt gengið. Hann segir að nýtt samkomulag um skuldaafskriftir fyrirtækja muni skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og velta kostnaði hrunsins út í verðlagið. Eina skynsama leiðin sé að fara í almennar leiðréttingar skulda. „Ef ekki tekst að vinda ofan af þessum vanda nægilega hratt þá munum við sjá hér samfélagsgerð sem við viljum alls ekki hafa, þar sem menn muni leita réttar síns framhjá lögunum." Friðrik óttast að sú aðferð stjórnvalda og fjármálageirans að afskrifa einkum skuldir þeirra skuldsettustu skapi úlfúð í samfélaginu og verði til að menn reyni að innheimta skuldir sínar utan dóms og laga, með aðstoð manna eins og Jóns stóra. Slíkar fregnir hafi borist honum til eyrna. „Það er í raun verið að hygla þeim sem fóru óvarlegast en þeir sem fóru varlegast eru skildir eftir í súpunni. Dómskerfið er að yfirfyllast," segir Friðrik og bætir við að ágreiningur milli aðila vaxi, menn verði bíræfnari við að svína á samborgurum sínum. Þá skapist kjöraðstæður fyrir Vítisengla og þess háttar menn. Mál Jóns stóra Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi. Fyrstu tölur sem birst hafa um afskriftir af skuldum fyrirtækja í bankakerfinu birtust á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að 272 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja og eignarhaldsfélaga frá byrjun síðasta árs. Friðrik Ó Friðriksson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir tölurnar hljóma eins og menn séu byrjaðir að taka leiðréttingar á skuldum fastari tökum en enn sé hér alltof varlega og hægt gengið. Hann segir að nýtt samkomulag um skuldaafskriftir fyrirtækja muni skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og velta kostnaði hrunsins út í verðlagið. Eina skynsama leiðin sé að fara í almennar leiðréttingar skulda. „Ef ekki tekst að vinda ofan af þessum vanda nægilega hratt þá munum við sjá hér samfélagsgerð sem við viljum alls ekki hafa, þar sem menn muni leita réttar síns framhjá lögunum." Friðrik óttast að sú aðferð stjórnvalda og fjármálageirans að afskrifa einkum skuldir þeirra skuldsettustu skapi úlfúð í samfélaginu og verði til að menn reyni að innheimta skuldir sínar utan dóms og laga, með aðstoð manna eins og Jóns stóra. Slíkar fregnir hafi borist honum til eyrna. „Það er í raun verið að hygla þeim sem fóru óvarlegast en þeir sem fóru varlegast eru skildir eftir í súpunni. Dómskerfið er að yfirfyllast," segir Friðrik og bætir við að ágreiningur milli aðila vaxi, menn verði bíræfnari við að svína á samborgurum sínum. Þá skapist kjöraðstæður fyrir Vítisengla og þess háttar menn.
Mál Jóns stóra Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira