Saumaði 40 kjóla á fjórum dögum 4. maí 2010 10:30 Duglegur hönnuður Ása Ninna Pétursdóttir tók að sér að hanna kjóla á Jórukórinn frá Selfossi. Fréttablaðið/GVA Ása Ninna Pétursdóttir fatahönnunarnemi var fengin til að hanna nýja kjóla á Jórukórinn frá Selfossi. Ása Ninna flutti nýverið heim eftir tveggja ára dvöl í Danmörku og bauðst henni að taka að sér verkefnið stuttu eftir heimkomuna. „Einn kórmeðlimurinn hafði eitt sinn keypt kjól af mér og hún bauð mér verkefnið. Mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að slá til. Ég vildi ekki gera hefðbundna kjóla á þær heldur ákvað að gera kjóla sem innblásnir voru af páfuglunum sem ég hafði séð í Tívolíinu í Kaupmannahöfn þannig að kjólarnir eru mjög skrautlegir," útskýrir Ása Ninna. Verkefnið tók um fimm vikur og að sögn Ásu Ninnu gekk það vel þótt það hafi verið strembið. „Konurnar í kórnum eru eins og gefur að skilja á öllum aldri og í öllum stærðum og gerðum þannig að ég þurfti að sníða kjóla í ýmsum stærðum. Ég var ein um sníðagerð og saumaskapinn nema síðustu þrjá dagana, þá fékk ég aðstoð saumakonu við að falda og ganga frá. Þannig að þetta var pínu púl en gekk upp fyrir rest." Ása Ninna lenti þó í svolitlum hremmingum þar sem efnið sem sauma átti kjólana úr tafðist á leiðinni til landsins og kom aðeins fjórum dögum fyrir skiladag. „Ég fékk það á mánudegi og átti að afhenda kjólana á fimmtudegi þannig að ég stóð á haus síðustu dagana. Þetta gekk þó á endanum." Ása Ninna heldur áfram með hönnunarnám sitt við Listaháskóla Íslands í haust en í sumar hyggst hún nýta tímann til að hanna barna- og herralínu undir heitinu Pardus, en hún hefur áður hannað flíkur á konur undir sama nafni. „Ég ætla að reyna að vera dugleg að vinna í mínu eigin í sumar og reyna að koma mér á framfæri," segir Ása Ninna að lokum. - sm Lífið Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ása Ninna Pétursdóttir fatahönnunarnemi var fengin til að hanna nýja kjóla á Jórukórinn frá Selfossi. Ása Ninna flutti nýverið heim eftir tveggja ára dvöl í Danmörku og bauðst henni að taka að sér verkefnið stuttu eftir heimkomuna. „Einn kórmeðlimurinn hafði eitt sinn keypt kjól af mér og hún bauð mér verkefnið. Mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að slá til. Ég vildi ekki gera hefðbundna kjóla á þær heldur ákvað að gera kjóla sem innblásnir voru af páfuglunum sem ég hafði séð í Tívolíinu í Kaupmannahöfn þannig að kjólarnir eru mjög skrautlegir," útskýrir Ása Ninna. Verkefnið tók um fimm vikur og að sögn Ásu Ninnu gekk það vel þótt það hafi verið strembið. „Konurnar í kórnum eru eins og gefur að skilja á öllum aldri og í öllum stærðum og gerðum þannig að ég þurfti að sníða kjóla í ýmsum stærðum. Ég var ein um sníðagerð og saumaskapinn nema síðustu þrjá dagana, þá fékk ég aðstoð saumakonu við að falda og ganga frá. Þannig að þetta var pínu púl en gekk upp fyrir rest." Ása Ninna lenti þó í svolitlum hremmingum þar sem efnið sem sauma átti kjólana úr tafðist á leiðinni til landsins og kom aðeins fjórum dögum fyrir skiladag. „Ég fékk það á mánudegi og átti að afhenda kjólana á fimmtudegi þannig að ég stóð á haus síðustu dagana. Þetta gekk þó á endanum." Ása Ninna heldur áfram með hönnunarnám sitt við Listaháskóla Íslands í haust en í sumar hyggst hún nýta tímann til að hanna barna- og herralínu undir heitinu Pardus, en hún hefur áður hannað flíkur á konur undir sama nafni. „Ég ætla að reyna að vera dugleg að vinna í mínu eigin í sumar og reyna að koma mér á framfæri," segir Ása Ninna að lokum. - sm
Lífið Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira