Stutt er síðan hún söng í minningarathöfn um hann í London og nú hefur hún bætt um betur og skrifað um hann tilfinningaríka minningargrein.
„Þegar ég flutti til London frá Íslandi fannst mér stundum leiðinlegt að hlusta á Breta tala um hrun heimsveldis þeirra og hvernig þeir vildu meina að allur heimurinn væri sömuleiðis á niðurleið. Lee (McQueen) var uppfullur af hugmyndum um hvernig átti að taka á þessum hugmyndum með frjósemi, gleði og hugrekki," skrifaði Björk.

„Þrátt fyrir að við værum mjög ólík, áttum við það sameiginlegt að fá innblástur úr náttúrunni."
Björk skrifaði einnig ljóð um McQueen sem birtist á heimasíðu hennar, bjork.com.
Björk og McQueen unnu meðal annars saman að forsíðumyndinni á Homogenic og klukkukjólnum fyrir myndbandið Who Is It?