Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af Óla Birni Kárasyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, í mótmælunum á Austurvelli í gær.
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis að enginn hefði verið handtekinn í mótmælunum. Hins vegar hefði þurft að færa nokkra mótmælendur til. Óli Björn var einn þeirra.
Geir Jón sagði í samtalinu að mótmælin hefðu gengið vel fyrir sig miðað við það hversu mikill fjöldi fólks var saman kominn til að mótmæla.
Smellið á hnapp merktan „Horfa á myndskeið með frétt" hér að ofan til að sjá myndskeið af Óla Birni Kárasyni. Einnig er hægt að sjá viðtal við Geir Jón Þórisson og valdar myndir frá gærkvöldi.
Innlent