Innlent

Barn á öðru aldurs­ári lést

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
image

Barn á öðru aldursári lést í umferðarslysi þegar rúta og jepplingur skullu saman á Vesturlandsvegi.

Umferðarslysið átti sér stað við gatnamót Bröttubrekku og Þjóðvegar eitt á fimmtudaginn. Um tuttugu manns voru í rútunni og tveir í jepplingnum.

Lögregla, sjúkralið, og slökkvilið voru send á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Aðrir eru ekki alvarlega slasaðir.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi fer með rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins

Alvarlegt umferðarslys átti sér stað við gatnamót Bröttubrekku og Þjóðvegar eitt þegar rúta og jepplingur skullu saman. Einn var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.

Árekstur á Vesturlandsvegi

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Össur á álagstíma skömmu fyrir klukkan níu í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×