Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 18:56 Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu.
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira