Slavica tryggði Hamar sigur á Íslandsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2010 17:28 Slavica Dimovska. Mynd/ÓskarÓ Hamar vann þriggja stiga sigur á KR, 79-76, í æsispennandi og dramatískum leik í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna í dag. Snæfell vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann 66-50 sigur á botnliði Fjölnis. Hamarskonur hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína á tímabilinu og eru komnar í efsta sætið en Keflavík getur komist upp að hlið þeim með sigri á Haukum annað kvöld. Hamar byrjaði vel og var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann en KR-liðið náði að minnka muninn niður í sex stig, 42-36, fyrir hálfeik. Hamar jók aftur muninn í þriðja leikhlutanum og var tólf stigum yfir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann. KR skoraði 8 af 10 fyrstu stigum fjórða leikhlutans og náði síðan að jafna leikinn í 72-72 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Margrét Kara Sturludóttir kom KR síðan í 75-72 þegar 66 sekúndur voru eftir. Hamar svaraði með því að setja niður eitt víti og vinna síðan boltann aftur þar sem Fanney Lind Guðmundsdóttir kom liðinu í 76-75 með þriggja stiga körfu þegar tólf sekúndur voru eftir. Kara náði að jafna leikinn með því að setja niður annað af tveimur vítum en Hamar fékk síðustu sóknina. Slavica Dimovska skoraði síðan sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út og tryggði sínu liði dramatískan sigur. Kara fór á kostum í KR-liðinu í fjórða leikhlutanum þar sem hún var með 11 stig og 4 stoðsendingar og sá öðrum fremur til þess að KR vann leikhlutann með 9 stigum, 26-17. Þessi góði endasprettur dugði þó ekki til Jaleesa Butler var gríðarlega öflug að venju í liði Hamars en hún var með 28 stig, 20 fráköst og 5stoðsendingar í leiknum. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 19 stig og Slavica Dimovska var með 17 stig og 6 stosðendingar. Margrét Kara Sturludóttir og Hildur Sigurðardóttir voru í aðalhlutverki hjá KR. Kara var með 28 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en Hildur skoraði 24 stig.Sade Logan skoraði 20 stig fyrir Snæfell í sextán stiga sigri á Fjölni, 66-50, en fyrir leikinn höfðu bæði liðin tapað öllum leikjum sínum. Snæfell komst í 22-11 eftir fyrsta leikhlutann og var tíu stigum yfir í hálfleik, 36-26. Sigur liðsina var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleik. Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Snæfell og Helga Hjördís Björgvinsdóttir var með 11 stig og 8 fráköst. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði 15 stig fyrir Fjölni og Inga Buzoka var með 10 stig og 13 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Hamar vann þriggja stiga sigur á KR, 79-76, í æsispennandi og dramatískum leik í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna í dag. Snæfell vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann 66-50 sigur á botnliði Fjölnis. Hamarskonur hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína á tímabilinu og eru komnar í efsta sætið en Keflavík getur komist upp að hlið þeim með sigri á Haukum annað kvöld. Hamar byrjaði vel og var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann en KR-liðið náði að minnka muninn niður í sex stig, 42-36, fyrir hálfeik. Hamar jók aftur muninn í þriðja leikhlutanum og var tólf stigum yfir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann. KR skoraði 8 af 10 fyrstu stigum fjórða leikhlutans og náði síðan að jafna leikinn í 72-72 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Margrét Kara Sturludóttir kom KR síðan í 75-72 þegar 66 sekúndur voru eftir. Hamar svaraði með því að setja niður eitt víti og vinna síðan boltann aftur þar sem Fanney Lind Guðmundsdóttir kom liðinu í 76-75 með þriggja stiga körfu þegar tólf sekúndur voru eftir. Kara náði að jafna leikinn með því að setja niður annað af tveimur vítum en Hamar fékk síðustu sóknina. Slavica Dimovska skoraði síðan sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út og tryggði sínu liði dramatískan sigur. Kara fór á kostum í KR-liðinu í fjórða leikhlutanum þar sem hún var með 11 stig og 4 stoðsendingar og sá öðrum fremur til þess að KR vann leikhlutann með 9 stigum, 26-17. Þessi góði endasprettur dugði þó ekki til Jaleesa Butler var gríðarlega öflug að venju í liði Hamars en hún var með 28 stig, 20 fráköst og 5stoðsendingar í leiknum. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 19 stig og Slavica Dimovska var með 17 stig og 6 stosðendingar. Margrét Kara Sturludóttir og Hildur Sigurðardóttir voru í aðalhlutverki hjá KR. Kara var með 28 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en Hildur skoraði 24 stig.Sade Logan skoraði 20 stig fyrir Snæfell í sextán stiga sigri á Fjölni, 66-50, en fyrir leikinn höfðu bæði liðin tapað öllum leikjum sínum. Snæfell komst í 22-11 eftir fyrsta leikhlutann og var tíu stigum yfir í hálfleik, 36-26. Sigur liðsina var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleik. Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Snæfell og Helga Hjördís Björgvinsdóttir var með 11 stig og 8 fráköst. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði 15 stig fyrir Fjölni og Inga Buzoka var með 10 stig og 13 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira