Skjaldarmerki fjarlægt af ræðupúlti í landsdómi 8. mars 2011 19:00 Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun. Landsdómur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun.
Landsdómur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira