Bradford spilar fyrir nýfæddan son sinn í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 17:45 Bradford er klár í slaginn. Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. "Ég er tilbúinn í slaginn og það eru svona slagir sem mér finnast langskemmtilegastir," sagði Bradford við Vísi í dag en það var létt hljóðið í honum. Undirbúningur hefur staðið yfir í allan dag hjá honum og hann sagðist sækja í ræturnar fyrir leikinn eða "Old School" eins og hann kallar það á frummálinu. "Ég fór á skotæfingu í morgun og svo er ég að hlusta mikið á tónlist. Það dugar ekkert minna en gamla efnið á svona degi og 2Pac hefur verið mikið spilaður. Það mun skila sínu í kvöld," sagði Bradford léttur. Hann segir að Grindavíkurliðið mætti beitt til leiks í kvöld. "Við þurfum að spila eins og lið. Megum ekki gefa auðveld skot og vera skynsamir í sókninni. Verðum líka að vera hreyfanlegri. Við höfum gert smá breytingar á vörninni okkar fyrir leikinn," sagði Bradford en mikið er látið með að Grindavík hafi ekki leikstjórnanda. "Við ætlum að mæta því þannig að það verður ekki vandamál. Við erum með lausnir og ég held að þetta verði ekki vandamál." Bradford varð faðir eftir að hann kom til Íslands er unnusta hans fæddi dreng sem á enn eftir að hitta föður sinn. Bradford segir að vissulega sé erfitt að vera fjarverandi á slíkri stund en hann segist eiga óklárað verkefni á Íslandi áður en hann hittir soninn. "Drengurinn fæddist 14. mars og kom óvænt enda fæddist hann fimm vikum fyrir tímann. Ég er að spila fyrir soninn og hann verður í huga mér í leiknum. Hann veitir mér örugglega styrk til þess að hjálpa Grindavíkurliðinu að komast lengra. "Ég held að þetta lið geti farið mun lengra en við ætlum samt að taka eitt skref í einu." Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. "Ég er tilbúinn í slaginn og það eru svona slagir sem mér finnast langskemmtilegastir," sagði Bradford við Vísi í dag en það var létt hljóðið í honum. Undirbúningur hefur staðið yfir í allan dag hjá honum og hann sagðist sækja í ræturnar fyrir leikinn eða "Old School" eins og hann kallar það á frummálinu. "Ég fór á skotæfingu í morgun og svo er ég að hlusta mikið á tónlist. Það dugar ekkert minna en gamla efnið á svona degi og 2Pac hefur verið mikið spilaður. Það mun skila sínu í kvöld," sagði Bradford léttur. Hann segir að Grindavíkurliðið mætti beitt til leiks í kvöld. "Við þurfum að spila eins og lið. Megum ekki gefa auðveld skot og vera skynsamir í sókninni. Verðum líka að vera hreyfanlegri. Við höfum gert smá breytingar á vörninni okkar fyrir leikinn," sagði Bradford en mikið er látið með að Grindavík hafi ekki leikstjórnanda. "Við ætlum að mæta því þannig að það verður ekki vandamál. Við erum með lausnir og ég held að þetta verði ekki vandamál." Bradford varð faðir eftir að hann kom til Íslands er unnusta hans fæddi dreng sem á enn eftir að hitta föður sinn. Bradford segir að vissulega sé erfitt að vera fjarverandi á slíkri stund en hann segist eiga óklárað verkefni á Íslandi áður en hann hittir soninn. "Drengurinn fæddist 14. mars og kom óvænt enda fæddist hann fimm vikum fyrir tímann. Ég er að spila fyrir soninn og hann verður í huga mér í leiknum. Hann veitir mér örugglega styrk til þess að hjálpa Grindavíkurliðinu að komast lengra. "Ég held að þetta lið geti farið mun lengra en við ætlum samt að taka eitt skref í einu."
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira