Enski boltinn

Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frans páfi lést á mánudaginn en til hliðar má sjá Arsenal leikmennina Leandro Trossard, Declan Rice og Martin Odegaard fagna marki.
Frans páfi lést á mánudaginn en til hliðar má sjá Arsenal leikmennina Leandro Trossard, Declan Rice og Martin Odegaard fagna marki. Getty/Stuart MacFarlane/Alexander Hassenstein

Arsenal er eina enska liðið sem er enn með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta og ef við horfum til baka á fótboltasöguna þá segir andlát páfans okkur það að þeir fari alla leið í ár.

Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum og mætir Paris Saint Germain í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum bíður síðan Barcelona eða Internazionale komist Arsenal þangað.

Á öllum þeim tímabilum sem páfinn hefur fallið frá þá hefur enskt lið unnið Meistaradeildina eða forvera hennar, Evrópukeppni meistaraliða.

Jóhannes Páll fyrsti lést árið 1978 og það ár vann Nottingham Forest Evrópukeppni meistaraliða. Hann lést í lok september 1978 og Forest vann titilinn vorið eftir 1-0 sigur á Malmö FF á úrslitaleik.

Jóhannes Páll annar lést í apríl árið 2005 og það vor vann Liverpool Meistaradeildina eftir endurkomusigur og sigur í vítakeppni á móti AC Milan.

Benedikt sextándi lést í lok árs 2022 og vorið eftir vann Manchester City Meistaradeildina í fyrsta og eina skiptið eftir 1-0 sigur á Internzionale í úrslitaleik.

Frans páfi lést í byrjun vikunnar og liðin sem eru eftir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eru Arsenal, Paris Saint Germain, Internazionale og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×