Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. mars 2011 20:57 Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2 Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira