Ákæra gegn Geir illa ígrunduð og óskýr að mati verjanda Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2011 18:39 Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, útilokar ekki að reynt verði að fá málinu vísað frá Landsdómi. Hann segir ákæruna gegn Geir illa ígrundaða og óskýra og efast um hvort hægt sé að reka mál fyrir Landsdómi á grundvelli hennar. Geir Haarde lét hafa eftir sér í hádegisfréttum að sér fyndist furðulegt að það hefði tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp þingsályktunartillöguna nánast orðrétt. Sér þætti með ólíkindum að forseti Landsdóms léti viðgangast að málsmeðferðin hefði tafist um sjö mánuði. Verjandi Geirs segir orðalag ákærunnar loðið og óskýrt og skorta rökstuðning. Ýmsar setningar í ákærunni megi túlka á marga vegu. Hann telur málið hins vegar þannig vaxið að tilefni sé til að nota ákvæði í lögum sem geri ráð fyrir rökstuðningi í ákærum. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis sagðist ekki telja þörf á því að rökstyðja sakarefnin í ákærunni. Þar fyrir utan teldi hún sig ekki hafa heimild til þess að breyta málatilbúnaði Alþingis en samkvæmt lögum er saksóknari bundinn við þingsályktunina. Þingfesting verður sjöunda júní og Andri útilokar ekki að reynt verði að fara fram á frávísun málsins. „Það er auðvitað erfitt að verjast slíkum ákæruatriðum þegar ekki liggur fyrir hvernig menn áttu að haga sér. Það er borðleggjandi að við munum skoða það að krefjast frávísunar, enda er ákæran óljós," segir Andri Árnason, verjandi Geirs. Landsdómur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira
Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, útilokar ekki að reynt verði að fá málinu vísað frá Landsdómi. Hann segir ákæruna gegn Geir illa ígrundaða og óskýra og efast um hvort hægt sé að reka mál fyrir Landsdómi á grundvelli hennar. Geir Haarde lét hafa eftir sér í hádegisfréttum að sér fyndist furðulegt að það hefði tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp þingsályktunartillöguna nánast orðrétt. Sér þætti með ólíkindum að forseti Landsdóms léti viðgangast að málsmeðferðin hefði tafist um sjö mánuði. Verjandi Geirs segir orðalag ákærunnar loðið og óskýrt og skorta rökstuðning. Ýmsar setningar í ákærunni megi túlka á marga vegu. Hann telur málið hins vegar þannig vaxið að tilefni sé til að nota ákvæði í lögum sem geri ráð fyrir rökstuðningi í ákærum. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis sagðist ekki telja þörf á því að rökstyðja sakarefnin í ákærunni. Þar fyrir utan teldi hún sig ekki hafa heimild til þess að breyta málatilbúnaði Alþingis en samkvæmt lögum er saksóknari bundinn við þingsályktunina. Þingfesting verður sjöunda júní og Andri útilokar ekki að reynt verði að fara fram á frávísun málsins. „Það er auðvitað erfitt að verjast slíkum ákæruatriðum þegar ekki liggur fyrir hvernig menn áttu að haga sér. Það er borðleggjandi að við munum skoða það að krefjast frávísunar, enda er ákæran óljós," segir Andri Árnason, verjandi Geirs.
Landsdómur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira