Innlent

Eldur í sjö ruslagámum á einum sólar­hring

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikill eldsmatur er í gámum borgarinnar þessa dagana sem eru flestir stútfullir eftir hátíðarnar.
Mikill eldsmatur er í gámum borgarinnar þessa dagana sem eru flestir stútfullir eftir hátíðarnar. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Síðasti sólarhringur hefur verið erilsamur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en á tímabilinu hefur verið farið í átta útköll á slökkviliðsbílum sem flest voru vegna elds í ruslagámum.

Þannig kom upp töluverður eldur í svokölluðum flugeldagámi við Klambratún í gærkvöldi en það eru gámar þar sem fólki er bent á að losa sig við flugeldarusl sem búið er að skjóta upp.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í samtali við fréttastofu að mögulega hafi flugeldi verið hent í gáminn áður en öll glóð var slokknuð, en einnig sé möguleiki á því að einhver hafi kveikt í gámnum, sem var stútfullur af papparuslinu sem fylgir flugeldaskothríðinni. Lítil hætta var þó á ferðum þar sem gámurinn stóð út af fyrir sig.

Slökkviliðið var síðan einnig kallað til þegar rúta valt á Mosfellsheiði með ferðamenn innanborðs sem voru á leið til Þingvalla. Engan sakaði þó í veltunni og var fólkið flutt í annarri rútu til baka á hótelið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×