Skýrt hlutverk Jón Gnarr skrifar 13. september 2011 10:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Hanna Birna heldur því fram í fréttum um helgina að borgarkerfið sé að þenjast út. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum. Hún misskilur eitthvað þar. Veit hún ekki betur eða er hún kannski að misskilja viljandi? Er hún búin að gleyma því að árið 2007 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram eins tillögu um stofnun embættis borgarritara? Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur ekki aukist eins og hún heldur líka fram í sama viðtali. Hann hefur þvert á móti lækkað umtalsvert eins og Hönnu Birnu á að vera vel kunnugt um. Þar hefur starfsfólki fækkað og rekstrarkostnaður lækkað. Ekkert er á reiki varðandi verkefni borgarstjóra. Ég mun áfram verða æðsti embættismaður borgarinnar og þeirra sviða sem Reykjavíkurborg rekur. Reyndar eru sviðin orðin færri núna. Menntasvið, leikskólasvið og frístundahluti ÍTR sameinuðust í nýtt skóla- og frístundasvið sem tók til starfa nú í vikunni. Skrifstofustjóri borgarstjóra hefur haft yfirumsjón með því verkefni og embætti borgarritara á einmitt að skoða og gera tillögur um hvernig hægt er að fara í enn frekari sameiningar skrifstofa og gera miðlæga stjórnsýslu borgarinnar einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari. Þetta á að vera stöðugt verkefni í rekstri borgarinnar. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra. Það er ekkert nýtt. Borgarstjóri hefur alltaf haft staðgengil. Slíkur staðgengill hefur heitið skrifstofustjóri borgarstjóra og hann hefur einnig verið kallaður borgarritari. Stundum hefur borgarlögmaður jafnvel verið staðgengill borgarstjóra. Þegar Hanna Birna var sjálf borgarstjóri og brá sér til útlanda var skrifstofustjóri borgarstjórnar jafnan staðgengill hennar. Staðgengill borgarstjóra leysir hann ekki af í vinnunni dags daglega eins og Hanna Birna heldur fram. Hér er um að ræða nauðsynlegan hlut í stjórnsýslu þar sem staðgengill verður að vera til staðar ef, í þessu tilviki borgarstjóri, er af einhverjum orsökum fjarverandi. Hlutverkin eru mjög skýr. Staða borgarritara er mjög spennandi, krefjandi og lifandi starf. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta sem telja sig hæfa til að gegna embættinu til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur rennur út 26. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Hanna Birna heldur því fram í fréttum um helgina að borgarkerfið sé að þenjast út. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum. Hún misskilur eitthvað þar. Veit hún ekki betur eða er hún kannski að misskilja viljandi? Er hún búin að gleyma því að árið 2007 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram eins tillögu um stofnun embættis borgarritara? Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur ekki aukist eins og hún heldur líka fram í sama viðtali. Hann hefur þvert á móti lækkað umtalsvert eins og Hönnu Birnu á að vera vel kunnugt um. Þar hefur starfsfólki fækkað og rekstrarkostnaður lækkað. Ekkert er á reiki varðandi verkefni borgarstjóra. Ég mun áfram verða æðsti embættismaður borgarinnar og þeirra sviða sem Reykjavíkurborg rekur. Reyndar eru sviðin orðin færri núna. Menntasvið, leikskólasvið og frístundahluti ÍTR sameinuðust í nýtt skóla- og frístundasvið sem tók til starfa nú í vikunni. Skrifstofustjóri borgarstjóra hefur haft yfirumsjón með því verkefni og embætti borgarritara á einmitt að skoða og gera tillögur um hvernig hægt er að fara í enn frekari sameiningar skrifstofa og gera miðlæga stjórnsýslu borgarinnar einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari. Þetta á að vera stöðugt verkefni í rekstri borgarinnar. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra. Það er ekkert nýtt. Borgarstjóri hefur alltaf haft staðgengil. Slíkur staðgengill hefur heitið skrifstofustjóri borgarstjóra og hann hefur einnig verið kallaður borgarritari. Stundum hefur borgarlögmaður jafnvel verið staðgengill borgarstjóra. Þegar Hanna Birna var sjálf borgarstjóri og brá sér til útlanda var skrifstofustjóri borgarstjórnar jafnan staðgengill hennar. Staðgengill borgarstjóra leysir hann ekki af í vinnunni dags daglega eins og Hanna Birna heldur fram. Hér er um að ræða nauðsynlegan hlut í stjórnsýslu þar sem staðgengill verður að vera til staðar ef, í þessu tilviki borgarstjóri, er af einhverjum orsökum fjarverandi. Hlutverkin eru mjög skýr. Staða borgarritara er mjög spennandi, krefjandi og lifandi starf. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta sem telja sig hæfa til að gegna embættinu til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur rennur út 26. september næstkomandi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun