Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum í New York - myndir 11. september 2011 13:15 Ótrúleg mynd. Finna má fjölbreytt myndasafn frá hryðjuverkunum hér fyrir neðan. Í dag eru tíu ár liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Hinna látnu verður minnst með minningarathöfn en ótti við aðra árás Al-Kaída hefur sett svip sinn á daginn. Það var á þessum degi fyrir áratug sem liðsmenn Al-Kaída hryðjuverkasamtakanna rændu fjórum farþegaflugvélum í bandarískri lofthelgi. Þremur þeirra flugu þeir á byggingar í landinu með þeim afleiðingum að um þrjúþúsund lágu í valnum. Fyrsta vélin skall á norðurturni World Trade Center rétt fyrir klukkan níu að staðartíma og ekki leið á löngu þar til önnur vélin skall á suðurturninum. Þriðju vélinni var flogið á Varnarmálaráðuneytið í Pentagon en flugræningjar fjórðu vélarinnar náðu ekki settu takmarki sínu, sem talið er hafa verið annað hvort Hvíta húsið eða þinghúsið í Washington. Talið er að farþegarnir hafi reynt yfirbuga ræningjana en vélin hrapaði til jarðar á akri í Pittsburg í Pennsylvaníu. Minningarathöfn til heiðurs þeirra sem létust í árásunum verður haldin þar sem tvíburaturnarnir stóðu en líkt og flestir vita hrundu þeir báðir til jarðar. Hinir látnu komu frá Bæði núverandi og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir Barack Obama og George Bush yngri verða viðstaddir athöfnina. Öryggisgæsla hefur verið hert víða í Bandaríkjunum vegna ótta við mögulegar árásir Al-Kaída, en leyniþjónusta Bandaríkjanna fékk í síðustu viku upplýsingar um að samtökin hygðust gera út árásarmenn með sprengjur í dag, suma hverja bandaríska ríkisborgara. Yfirvöld segja hættuna mesta í borgunum Washington og New York. Málmleitartækjum hefur verið komið upp á götum í nágrenni World Trade Center og lögreglumenn í bæði New York og Washington hafa leitað í stórum farartækjum sem eiga leið um brýr og undirgöng. Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í dag eru tíu ár liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Hinna látnu verður minnst með minningarathöfn en ótti við aðra árás Al-Kaída hefur sett svip sinn á daginn. Það var á þessum degi fyrir áratug sem liðsmenn Al-Kaída hryðjuverkasamtakanna rændu fjórum farþegaflugvélum í bandarískri lofthelgi. Þremur þeirra flugu þeir á byggingar í landinu með þeim afleiðingum að um þrjúþúsund lágu í valnum. Fyrsta vélin skall á norðurturni World Trade Center rétt fyrir klukkan níu að staðartíma og ekki leið á löngu þar til önnur vélin skall á suðurturninum. Þriðju vélinni var flogið á Varnarmálaráðuneytið í Pentagon en flugræningjar fjórðu vélarinnar náðu ekki settu takmarki sínu, sem talið er hafa verið annað hvort Hvíta húsið eða þinghúsið í Washington. Talið er að farþegarnir hafi reynt yfirbuga ræningjana en vélin hrapaði til jarðar á akri í Pittsburg í Pennsylvaníu. Minningarathöfn til heiðurs þeirra sem létust í árásunum verður haldin þar sem tvíburaturnarnir stóðu en líkt og flestir vita hrundu þeir báðir til jarðar. Hinir látnu komu frá Bæði núverandi og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir Barack Obama og George Bush yngri verða viðstaddir athöfnina. Öryggisgæsla hefur verið hert víða í Bandaríkjunum vegna ótta við mögulegar árásir Al-Kaída, en leyniþjónusta Bandaríkjanna fékk í síðustu viku upplýsingar um að samtökin hygðust gera út árásarmenn með sprengjur í dag, suma hverja bandaríska ríkisborgara. Yfirvöld segja hættuna mesta í borgunum Washington og New York. Málmleitartækjum hefur verið komið upp á götum í nágrenni World Trade Center og lögreglumenn í bæði New York og Washington hafa leitað í stórum farartækjum sem eiga leið um brýr og undirgöng.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira