Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir 5. desember 2011 10:55 Atli Gíslason, formaður saksóknarnefndar Alþingis, sat hjá. Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari. Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari.
Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira