Skíðakonan Lindsey Vonn hefur lýst því yfir að hún stefni á að henda skíðunum inn í bílskúr eftir Vetrarólympíuleikana 2018. Í kjölfarið vonast hún til þess að verða leikkona.
Þessi 27 ára gamla skíðastjarna vill einnig stofna fjölskyldu eftir að hún verður þrítug en Vonn er að slá sér upp með NFL-stjörnunni Tim Tebow.
"Þegar ég verð 33 ára er ég komin á það stig í lífi mínu að ég vil fara að stofna fjölskyldu. Sinna heimilislífi og elta draum minn um að verða leikkona," sagði Vonn.
Vonn hefur reynt fyrir sér í leiklistinni en hún var í gestahlutverki í einum Law & Order þætti.
Vonn vill verða leikkona

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn



Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti
Fleiri fréttir
