Nú fer daginn að lengja og fólk getur farið að hlakka til sumarsins.
Okkur er því óhætt að byrja að skoða vor- og sumarlínur tískuhúsanna og sjá hvað sumarið fram undan ber í skauti sér.
Vor- og sumarlína pönkdrottningarinnar Vivienne Westwood boðar litríkt sumar þar sem úir og grúir af alls kyns mynstri: doppum, röndum og öðru.
- sm
