Lífið

Glæsihús á Sel­tjarnar­nesi á 240 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.

Við Vallarbraut á Seltjarnarnesi stendur glæsilegt einbýlishús á einni hæð, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er 264 fermetrar og stendur á 800 fermetra eignarlóð. Ásett verð er 240 milljónir króna.

Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Drápuhlíðargrjót, viðarklædd loft, stórir gluggar og arnar í stofurýminu gefa húsinu sterkan svip í anda sjöunda áratugarins.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stórar og opnar stofur, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og bílskúr sem hefur verið breytt í stúdíóíbúð.

Stofurýmið er opið og bjart, með gluggum á þrjá vegu og þakgluggum í borðstofunni. Þaðan er útgengt í skjólsælan garð með heitum potti, matjurtabeði og fallegum gróðri.

Eldhúsið er opið við stofu, prýtt sérsmíðaðri innréttingu með marmaraplötu á borðum og nýlegum tækjum. Fyrir miðju er stór eyja með góðu vinnuplássi.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.