Af náttúruvernd: Er varúð öfgafull? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun