Borgaraleg ferming vinsæll valkostur 23. mars 2011 16:33 Börn sem hljóta borgaralega fermingu fá kennslu í siðfræði, gagnrýnni hugsun og lífsleikni. Nordicphotos/Getty Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin fermast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upplifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér." Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgaralegri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna," svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt.Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.„Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig einblínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, almenn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðunum og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir." Hún getur þess að hvorki barnið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Siðmennt til að geta fermst borgaralega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því," tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýsingar.- rve Fermingar Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Borgaraleg ferming nýtur vaxandi hylli hérlendis. Þannig ætla 195 börn að fermast borgaralega í ár en þau voru 166 á síðasta ári. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, telur gott orðspor ráða því að sífellt fleiri velja þennan kost. „Það er helsta ástæðan sem mér dettur í hug. Þegar börnin fermast borgaralega eru vinir þeirra og vandamenn viðstaddir, upplifa athöfnina með eigin augum og þannig fjölgar þeim statt og stöðugt sem fara að velta þessum möguleika fyrir sér." Margir tengja ferminguna fyrst og fremst við kirkjulega athöfn þar sem einstaklingurinn staðfestir skírnarheit og játast kristni. Hver er þá tilgangurinn með borgaralegri fermingu ef slíkt stendur ekki til? „Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja fagna tímamótum, góð viðbót í flóruna," svarar Hope og bætir við að fermingarbörnin læri að auki margt gagnlegt.Hope Knútsson, formaður Siðmenntar.„Þau fá sína fermingarfræðslu eins og önnur fermingarbörn en áherslurnar eru aðrar. Þannig einblínum við á siðfræði, gagnrýna hugsun og lífsleikni; jafnrétti, almenn mannréttindi, virðingu fyrir trúarbrögðum og ólíkum skoðunum og mannleg samskipti eru hluti af því sem við tökum fyrir." Hún getur þess að hvorki barnið né foreldrar eða aðstandendur þess þurfi að vera skráðir í Siðmennt til að geta fermst borgaralega. „Skráning í trúfélög er heldur engin fyrirstaða fyrir því," tekur hún fram og vísar á heimasíðu félagsins, sidmennt.is, þar sem nálgast megi allar nánari upplýsingar.- rve
Fermingar Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira