Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur 13. apríl 2011 08:00 nýr stjóri Hjörtur Gísli Sigurðsson, að ofan, tekur við góðu reðurbúi af föður sínum, Sigurði Hjartarsyni. Fréttablaðið/GVA „Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
„Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira